Liðið DragonThunder sigraði Vestmannaeyjamótið í FIFA 09

14.Apríl'09 | 07:12
Ellefu lið (22 keppendur) skráðu sig til keppni í Vestmannaeyjarmótinu í FIFA 09 en spilað var í Vosbúð á föstudaginn og á laugardaginn í Bíóinu.

Á laugardeginum fór úrslitakeppnin fram í Bíóinu. kl 17:00 var byrjað að spilað um eitt sæti í 8 liða úrslitum  milli neðstu liða í sitthvorum riðli. Úrslitakeppnin gekk mjög vel og voru 39 mörk skoruð þennan laugardag. Á endanum stóð liðið DragonThunder uppi sem sigurvegari eftir hörku úrslitaleik sem endaði 2-3. Mættu þeir liði AQ Gods sem komst í 2-0 í fyrri hálfleik en með frábærum seinni hálfleik náðu þeir að sigra leikinn. Strax eftir úrslitaleikinn fór svo fram verðlaunaafhending þar sem veitt voru verðlaun fyrir fyrsta, annað og þriðja sætið og einnig veitt verðlaun fyrir liðið sem skoraði flest mörkin í mótinu (Markakóngar mótsins). Það má segja að DragonThunder stóð uppi sem sigurvegarar því þeir fengu einnig markakóngsverðlaunin.

Fyrstu verðlaunin voru í boði Eyjatölva í Vestmannaeyjum, en það voru tvær glæsilegar PS3 fjarstýringar. Einnig styrki Hlynur í kók mótið og var boðið uppá frítt kók fyrir þátttakendur á föstudeginum.

1. sæti: DragonThunder (Hallgrímur Helgi Hallgrímsson og Valur Smári Heimisson) 2. sæti: AQ Gods (Örn Orri Ólafsson og Ólafur Stefnir Guðjónsson) 3. sæti: Ole Gunar Cole ( Sigurjón Viðarsson og Adólf Sigurjónsson) 4. sæti: CB (Þorgils Orri Jónsson og Anton Bjarnason)
5-8 sæti: Esekíel, Mágarnir, Slinger.tk og Rauðu Englarnir.
9-11 sæti: Golden Boys, Hauslausir og Red Hawks.

Markakóngar mótsins: DragonThunder

Þeir sem skipulögðu mótið (stjórnendur) voru eftirfarandi einstaklingar og unnu þeir að mótinu í sjálfboðaliðsvinnu:
Sæþór Jóhannesson
Sigurjón Viðarsson
Eyþór Gísli Þorsteinsson
Gústaf Kristjánsson

Myndir frá mótinu má skoða hér

 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.