Bergur Elías sveitastjóri fer fram á launalækkun

14.Apríl'09 | 14:49

Bergur

Bergur Elías Ágústsson fyrrverandi bæjarstjóri í Vestmannaeyjum og núverandi sveitastjóri Norðurþings hefur óskað eftir því að grunnlaun hans verði lækkuð um 10% það sem eftir er árs. Frá þessu greinir héraðsfréttablaðið Skarpur.

Í kjölfar efnahagshrunsins hefur hjá Norðurþingsmönnum, eins og öðrum, verið unnið að umfangsmiklum hagræðingaraðgerðum. Í greinargerð sveitarstjórans segir að flestir starfsmenn sveitarfélagsins hafi þegar tekið á sig launalækkanir og ýmsir viðskiptavinir þess boðist af fyrra bragði til að lækka verð á sinni þjónustu.

„Það er mitt mat að á þessum erfiðu tímum hafi komið fram hinn mikli styrkur samfélagsins í Norðurþingi, samstaða og samvinna," segir Bergur í blaðinu og kveðst stoltur yfir þessu og þakklátur.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is