Bergur Elías sveitastjóri fer fram á launalækkun

14.Apríl'09 | 14:49

Bergur

Bergur Elías Ágústsson fyrrverandi bæjarstjóri í Vestmannaeyjum og núverandi sveitastjóri Norðurþings hefur óskað eftir því að grunnlaun hans verði lækkuð um 10% það sem eftir er árs. Frá þessu greinir héraðsfréttablaðið Skarpur.

Í kjölfar efnahagshrunsins hefur hjá Norðurþingsmönnum, eins og öðrum, verið unnið að umfangsmiklum hagræðingaraðgerðum. Í greinargerð sveitarstjórans segir að flestir starfsmenn sveitarfélagsins hafi þegar tekið á sig launalækkanir og ýmsir viðskiptavinir þess boðist af fyrra bragði til að lækka verð á sinni þjónustu.

„Það er mitt mat að á þessum erfiðu tímum hafi komið fram hinn mikli styrkur samfélagsins í Norðurþingi, samstaða og samvinna," segir Bergur í blaðinu og kveðst stoltur yfir þessu og þakklátur.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.