Hver dagur sérstakur í Landakirkju um páska

10.Apríl'09 | 05:54

Landakirkja

Helgihaldið í Landakirkju ber hverjum degi vitni með sérstöðu sinni allt frá skírdagskvöldi til páskahátíðarinnar. Páskar eru mesta hátíð kristinnar kirkju. Á skírdagskvöld minnist kristið fólk um allan heim síðustu kvöldmáltíðar Jesú með lærisveinum sínum, föstudaginn langa krossfestingar hans og dauða, en á páskadag upprisu hans frá dauðum með mikilli gleði og hátíðarsöng. Óhætt er að segja að þá sé gleðin mest í kirkjunni enda segir Páll postuli að trúin á Jesú Krist byggi á upprisu hans.

Skírdagskvöldið er liðið en kvöldmessunni lauk með afskrýðingu altarisins. Fyrir hádegi föstudaginn langa, klukkan ellefu, er sérstæð guðsþjónusta. Altarið er enn óskrýtt og sveipað svörtu. Ogranisti, einleikari og kór standa fyrir mikilli tónlist en í stað prédikunar lesa leiðtogar úr safnaðarstarfinu píslarsögu Jesú Krists einsog hún er skráð í guðspjöllunum með einstökum erindum úr passíusálmum sr. Hallgríms Péturssonar. Er það um fimmtán mínútna lestur og söngur. Þessari föstudagsguðsþjónustu lýkur með því að lesin eru sjö orð Krists á krossinum og við hvert þeirra er slökkt á kerti á sjö arma ljósastiku. Athöfnin endar í þögn.

Árla dags á páskadag klukkan átta er sungin hátíðarguðsþjónusta og mjög hátíðlegir sálmar. Strax á eftir er morgunverður í safnaðarheimilinu í boði sóknarnefndar, kaffi, rúnnstykki og vínarbrauð og eru allir velkomnir. Síðar um morguninn, um hálf ellefu, er hátíðarguðsþjónusta á Hraunbúðum. Annan dag páska syngja Litlir lærisveinar í barna- og fjölskylduguðsþjónustu klukkan ellefu árdegis en barnafræðarar stýra stundinni með presti. Hálf tvö er barnakór Landakirkju aftur á ferðinni uppá sjúkrahúsi, dagstofu 2. hæð.

Það er ósk presta Landakirkju, sóknarnefndar og starfsfólks, að fólk sæki kirkjuna sem mest og upplifi helst af öllu sérstöðu hvers hátíðisdags fyrir sig. Það er líklegasta leiðin til að grípa inntak bænadaga og páskahátíðar. Þau óska öllum mönnum gleðilegra páska.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Bók Bjarna í Bónus

2.Desember'19

Nú er hægt að kaupa bók Bjarna Jónassonar „Að duga eða drepast” í Bónus, Vestmannaeyjum. Að duga eða drepast lýsir lífshlaupi Bjarna Jónassonar, flugmanns og útvarpsstjóra í Vestmannaeyjum.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%