Endurnýjun

10.Apríl'09 | 06:48

Helgi Ólafs

Árið 1978 fagnaði litasjónvarp eins árs afmæli á Íslandi. Þá var ekkert sjónvarp á fimmtudögum og ekkert sjónvarp allan júlímánuð. Árið 1978 var Kristján Eldjárn forseti yfir Íslandi. Þetta ár voru stór skref stigin í sögu heimsins. Fyrsta barnið sem getið var með tæknifrjóvgun fæddist þetta ár, auk þess sem fyrsta teiknimyndasagan um köttinn Gretti kom út. Árið 1978 var Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins 8 ára og Þorgerður Katrín varaformaður sat yfir stærðfræðibókunum í sjöunda bekk. Þetta ár sigraði Ísraelinn Izhar Cohen Eurovision með laginu "A-Ba-Ni-Bi" og Gibb bræður í Bee Gees réðu lögum og lofum á öllum helstu vinsældarlistum með slögurum eins og "Stayin' Alive". Árið 1978 settist Jóhanna Sigurðadóttir á þing, og situr þar enn.
Ein helsta krafa þeirra sem tóku þátt í búsáhaldabyltingunni svokölluðu var endurnýjun, nýtt fólk og nýjar áherslur. Þegar Herði Torfa, Hallgrími Helgasyni og félögum hafði tekist að koma Sjálfstæðisflokknum úr stjórnarráðinu var mynduð ríkisstjórn undir forystu Jóhönnu Sigurðudóttur sem setið hefur á þingi í 31 ár og Skattgríms J. Sigfússonar sem settist á þing 5 árum á eftir Jóhönnu. Þau skötuhjú Jóhanna og Skattgrímur, með samtals tæplega 60 ára þingsetu, telja sig svara kallinu um endurnýjun. Það gerir einnig leiðtogi Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi, Björgvin G. Sigurðsson. Maðurinn sem gengdi embætti bankamálaráðherra á meðan íslensku bankarnir hrundu til fjárhagslegragrunna. Maðurinn sem hrökklaðist úr síðustu ríkisstjórn vegna vanhæfi í embætti, maðurinn sem Ingibjörg Sólrún treysti ekki til þess að sitja fundi með stjórn Seðlabankans, þrátt fyrir að málefni allra banka í landinu heyrðu undir hann. Sá maður telur sig svara kallinu um endurnýjun.

Á meðan vinstriflokkarnir bjóða fram heimspekinginn og uppgjafarráðherrann Björgvin Guðna og hinn 61 árs gamla lögfræðing og ráðgjafa í starfsmannamálum Atla Gíslason hafa kjósendur í Suðurkjördæmi tækifæri á því að kjósa hina 37 ára gömlu Írisi Róbertsdóttur á þing. Íris yrði glæsilegur fulltrúi Eyjamanna á þingi, hún kemur ný inn, með ferskar hugmyndir og nýjar áherslur. Íris getur svo sannarlega svarað kallinu um endurnýjun á Alþingi, en til þess að svo geti orðið verður Sjálfstæðisflokkurinn að fá góða kosningu í Suðurkjördæmi. Þar getur stuðningur Eyjamanna skipt sköpum og ráðið úrslitum um það hvort Íris nái á þing.

Helgi Ólafsson
Formaður Kjördæmissamtaka ungra sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.