Leiguverð til Fasteignar fór úr 92 milljónum 2006 í 151 milljón árið 2008

9.Apríl'09 | 07:34

Barnaskóli

Síðustu dagana hefur umræða í fjölmiðlum um veika stöðu eignarhaldsfélagsins Fasteignar hf. en í byrjun maí er víxill á gjalddaga en félagið hefur ekki náð að afla fjár til að greiða en víxillinn er upp á milljarð króna.

Vestmannaeyjabær seldi Fasteign eignir Barnaskóla Vestmannaeyja, Félagsheimilið við Heiðarveg, Hamarskóla, húsnæði allra leikskóla í eyjum, safnahúsið, Týsheimilið og Þórsheimilið.
Leigusamningur milli Fasteignar og Vestmannaeyjabæjar eru þannig saman settir að hluti leiguverðs er í íslenskum krónum og hluti í evru.

Leiguverð vegna Safnahús fyrir desember 2006-2008 er þannig samsettur:
Des 2006, ISK 536.689, EUR 6.622.99 = 1.129.976 króna (evra 89,58 1.des 2006)
Des 2007, ISK 561.522, EUR 6.622,99 = 1.156.001 króna (evra 89,76 1.des 2007)
Des 2008, ISK 650.038, EUR 6.622,99 = 1.891.981 króna (evran 187,52 1.des 2008)
*gengi evru samkvæmd sedlabanki.is

Heildarleiguverð Vestmannaeyjabæjar í janúar mánuði 2006-2008 til Fasteignar:
janúar 2006: 7.034.369 krónur
janúar 2007: 8.205.859 krónur
janúar 2008: 9.884.299 krónur

Heildarleiguverð Vestmannaeyjar til Fasteignar á árunum 2006-2008:
árið 2006: 92.894.329 krónur
árið 2007: 108.853.653 krónur
árið 2008: 151.259.399 krónur
 
Vestmannaeyjabær á í dag um 3,74% hlutafjár eignarhaldsfélagsins Fasteignar hf.

 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.