Tjaldstæði Vestmannaeyja opin frá 15.maí og frá 1.júní við Þórsheimilið

7.Apríl'09 | 11:26

Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær

Fræðslu- og menningarráð Vestmannaeyja fundaði 2.apríl síðastliðinn og að vanda lágu nokkur mál fyrir ráðinu en m.a. var rætt um goslokahátíðina 2009 og samningur við Sögusetur 1627.
Skátafélagið Faxi hefur haft umsjón með tjaldsvæði sl. ár og hyggst halda því áfram í sumar. Tjaldsvæðið og þjónustan þar á að fullnægja reglum Ferðamálastofu um þriggja stjörnu tjaldsvæði. Ráðið leggur áherslu á að umsjónaraðili þ.e. Skátafélagið fullnægi þeim kröfum sem settar eru.

Breytingar á afgreiðslutíma Bókasafns Vestmannaeyja
Erindi frá Kára Bjarnasyni forstöðumanni Bókasafns Vestmannaeyja um breyttan afgreiðslutíma safnsins sumarið 2009. Ráðið samþykkir að afgreiðslutími Bókasafns verði frá kl. 10.00 til 17.00 í sumar þ.e. frá 1. júní - 31. ágúst 2009.

Goslokahátíð 2009
Undirbúningur nk. goslokahátíðar er hafinn. Goslokahátíðin er orðinn árlegur stórviðburður. Í ár ber hátíðin upp á 3. -5. júlí. Einstaklingar og fyrirtæki í Eyjum eru hvött til að leggja sitt af mörkum og koma með hugmyndir að dagskrárliðum.

Samningur við Sögusetur 1627
Samningur um rekstur Byggðasafns Vestmannaeyja lagður fram. Samkvæmt samningnum skal Vestmannaeyjabær tilnefna einn fulltrúa í framkvæmdastjórn, en hún mun annast yfirstjórn Byggðasafnsins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is