Fasteign hf. þarf rúman milljarð

7.Apríl'09 | 06:32

Barnaskóli

Á dv.is er fjallað um fjárhagslega stöðu eignarhaldsfélagsins Fasteignar hf. en samkvæmd netmiðlinum þarf félagið að finna rúman milljarð á næstu sjö vikum til greiða upp víxil upp á rúmlega 7 milljónir evra.
Vestmannaeyjabær er hluthafi í eignarhaldsfélaginu Fasteign hf. en það var stofnað árið 2002 af nokkrum sveitafélögum og Glitni. Í dag situr Gunnlaugur Grettisson í stjórn Fasteignar og Rut Haraldsdóttir er varamaður í stjórn og sitja þau þar sem fulltrúar Vestmannaeyjabæjar.

Samkvæmt Vestmannaeyjar.is var eignarhlutur Vestmannaeyjabæjar upphaflega metin á 170 milljónir króna og keypti Fasteignir eignir af bænum fyrir 840 milljónir + 70 milljónir fóru í viðhald þeirra eigna.

Eignir Fasteignar í Vestmannaeyjum eru eftirfarandi:
Barnaskóli Vestmannaeyja, Félagsheimilið Heiðarvegi, Hamarskóli, Leikskólinn Kirkjugerði, Leikskólinn Rauðagerði, Leikskólinn Sóli, Safnahúsið, Týsheimilið og Þórsheimilið.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.