Einn þjófnaður var tilkynntur til lögreglu í vikunni

6.Apríl'09 | 16:14

Lögreglan,

Lögreglan hafði í nógu að snúast í vikunni sem leið enda stóð yfir rannsókn á ætlaðir íkveikju í rútubifreið sem stóð við bátaskýli Björgunarfélags Vestmannaeyja v/ Tangagötu.  Tveir menn voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins og sá þriðji var handtekinn að morgni föstudagsins 3. apríl sl. Við yfirheyrslur viðurkenndu þeir að hafa kveikt í rútunni og voru þeir leystir úr haldi að kvöldi 3. apríl sl.
Helgin fór ágætlega fram og engin alvarleg mál sem upp komu. Þó var eitthvað um pústra en engar kærur liggja fyrir.

Einn þjófnaður var tilkynntur til lögreglu í vikunni en hann átti sér stað í Íþróttahúsinu síðdegist þann 3. apríl sl., en farið hafði verið inn í búningsklefa og stolið úr fatnaði og farangri íþróttahóps sem þar var. Meðal þess sem stolið var eru peningar og ýmsir smáhlutir. Ekki er vitað hver eða hverjir þarna voru að verki en þeir sem einhverjar upplýsingar hafa varðandi hugsanlega gerendur eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögreglu.

Ein kæra liggur fyrir vegna brota á umfernarlögum en um er að ræða kæru vegna ólöglegarar lagningar ökutækis.

Rétt er að minna eigendur ökutækja á að tími nagladekkjanna á þessum vetri rennur út miðvikudaginn 15. apríl nk. Heimilt er að vera á negldum hjólbörðum við sérstakar aðstæður og verður af þeim sökum ekki farið að beita sektum fyrr en líða fer á vorið.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).