Frjálslyndir vilja fyrst og fremst hjálpa fjölskyldum í landinu

5.Apríl'09 | 18:45

Georg Arnarson

Á leiðinni í Herjólf í morgun hlustaði ég á umræður á Bylgjunni, þar sem umræðuefnið var bankahrunið og hvernig við eigum að bregðast við því. Sitt sýnist hverjum, en ég er mjög ánægður með það að við í Frjálslynda flokknum höfum tekið þá ákvörðun, eins og alltaf, að vera ekki með einhverskonar kosningaloforð rétt fyrir kosningar um óútfylltar ávísanir eins og t.d. þessa hugmynd um 20% niðurfellingu allra skulda, bæði hjá fjölskyldum og fyrirtækjum, enda er nokkuð ljóst að þegar þessi hugmynd er skoðuð nánar, þá er alveg augljóst að þetta er ekkert sem menn geta staðið við eftir kosningar.

En hvað vilja Frjálslyndir gera? Jú, við viljum fyrst og fremst hjálpa fjölskyldunum í landinu. Það hefur verið á stefnuskrá Frjálslynda flokksins í mörg ár að fella niður verðtrygginguna, svo það sem við viljum gera núna til að byrja með, svo ég taki sem dæmi, íbúðareigandi sem keypti íbúð á síðustu árum fyrir ca. 20 milljónir og tók til þess 80 eða 90% lán. Það sem við gerum er að við lækkum vextina niður í t.d. 5%, setjum aðra vexti í sjóð og frystum þá þar. Þegar síðan kreppunni líkur og ég tek það fram að kreppunni mun ljúka, þá gerum við upp dæmið svona:

Íbúðin sem keypt var á 20 milljónir verður þá hugsanlega aðeins metin á 15, en skuldirnar verða þá komnar í t.d. 25 milljónir, svo íbúðareigandinn tekur við eigninni með skuldum í samræmi við matsverð íbúðarinnar og síðan verður einfaldlega samið um afganginn, í þessu tilviki 10 milljónir, og þá fer það að sjálfsögðu eftir greiðslugetu fólks hvað það tekur mikið af restinni á sig. Með þessari aðgerð viljum við tryggja það að íbúðareigendur haldi íbúðum sínum, enda nokkuð augljóst að hvorki Íbúðalánasjóður né nokkrar aðrar lánastofnanir hafi að sjálfsögðu engan hag í því að reka húseigendur út á götuna og sitja svo uppi með eign upp á 15 milljónir en áhvílandi 25 milljónir. Þetta virkar kannski svolítið einfalt, en um leið einfalt og gott.

En hvað er hægt að gera fyrir fyrirtækin?

Þar er staðan að sjálfsögðu allt önnur, enda nokkuð ljóst að þó að fjölmörg fyrirtæki verði hugsanlega gjaldþrota, þá er það ekkert nýtt á Íslandi að fyrirtæki verði gjaldþrota, en aðalatriðið er að sjálfsögðu að ef svo fer, að þá geti ríkið gripið inn í hugsanlega og komið fyrirtækjunum af stað aftur. Það er eina rétta leiðin og ótrúlegt að sumir flokkar skuli vera tilbúnir að setja á stefnuskrá sína kosningaloforð um niðurfellingu skulda upp á allt að 1.000 milljarðar og velta því að einhverju leiti á fólkið í landinu.

Höfundur:
Georg Eiður Arnarson, er í 2. sæti Frjálslynda flokksins í Suðurkjördæmi.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.