Frjálslyndir vilja fyrst og fremst hjálpa fjölskyldum í landinu

5.Apríl'09 | 18:45

Georg Arnarson

Á leiðinni í Herjólf í morgun hlustaði ég á umræður á Bylgjunni, þar sem umræðuefnið var bankahrunið og hvernig við eigum að bregðast við því. Sitt sýnist hverjum, en ég er mjög ánægður með það að við í Frjálslynda flokknum höfum tekið þá ákvörðun, eins og alltaf, að vera ekki með einhverskonar kosningaloforð rétt fyrir kosningar um óútfylltar ávísanir eins og t.d. þessa hugmynd um 20% niðurfellingu allra skulda, bæði hjá fjölskyldum og fyrirtækjum, enda er nokkuð ljóst að þegar þessi hugmynd er skoðuð nánar, þá er alveg augljóst að þetta er ekkert sem menn geta staðið við eftir kosningar.

En hvað vilja Frjálslyndir gera? Jú, við viljum fyrst og fremst hjálpa fjölskyldunum í landinu. Það hefur verið á stefnuskrá Frjálslynda flokksins í mörg ár að fella niður verðtrygginguna, svo það sem við viljum gera núna til að byrja með, svo ég taki sem dæmi, íbúðareigandi sem keypti íbúð á síðustu árum fyrir ca. 20 milljónir og tók til þess 80 eða 90% lán. Það sem við gerum er að við lækkum vextina niður í t.d. 5%, setjum aðra vexti í sjóð og frystum þá þar. Þegar síðan kreppunni líkur og ég tek það fram að kreppunni mun ljúka, þá gerum við upp dæmið svona:

Íbúðin sem keypt var á 20 milljónir verður þá hugsanlega aðeins metin á 15, en skuldirnar verða þá komnar í t.d. 25 milljónir, svo íbúðareigandinn tekur við eigninni með skuldum í samræmi við matsverð íbúðarinnar og síðan verður einfaldlega samið um afganginn, í þessu tilviki 10 milljónir, og þá fer það að sjálfsögðu eftir greiðslugetu fólks hvað það tekur mikið af restinni á sig. Með þessari aðgerð viljum við tryggja það að íbúðareigendur haldi íbúðum sínum, enda nokkuð augljóst að hvorki Íbúðalánasjóður né nokkrar aðrar lánastofnanir hafi að sjálfsögðu engan hag í því að reka húseigendur út á götuna og sitja svo uppi með eign upp á 15 milljónir en áhvílandi 25 milljónir. Þetta virkar kannski svolítið einfalt, en um leið einfalt og gott.

En hvað er hægt að gera fyrir fyrirtækin?

Þar er staðan að sjálfsögðu allt önnur, enda nokkuð ljóst að þó að fjölmörg fyrirtæki verði hugsanlega gjaldþrota, þá er það ekkert nýtt á Íslandi að fyrirtæki verði gjaldþrota, en aðalatriðið er að sjálfsögðu að ef svo fer, að þá geti ríkið gripið inn í hugsanlega og komið fyrirtækjunum af stað aftur. Það er eina rétta leiðin og ótrúlegt að sumir flokkar skuli vera tilbúnir að setja á stefnuskrá sína kosningaloforð um niðurfellingu skulda upp á allt að 1.000 milljarðar og velta því að einhverju leiti á fólkið í landinu.

Höfundur:
Georg Eiður Arnarson, er í 2. sæti Frjálslynda flokksins í Suðurkjördæmi.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).