Eru Íslendingar stærri ógn við íslenskan sjávarútveg en ESB

5.Apríl'09 | 05:42

Þorbjörn Víglundsson Tobbi

  Það hefur mikið verið rætt um Íslenskan sjávarútveg undanfarið og eru stjórnmálaflokkarnir að kynna stefnuskrár sínar og eru þeir ekki allir sammála hvað ber að gera varðandi sjávarútveginn. Svokölluð ,,fyrningarleið" hefur skotist upp á yfirborðið á ný og ekki eru allir á einu máli um þá leið. Miklar umræður hafa verið í samfélaginu um hversu skuldug sjávarútvegsfyrirtækin eru og að ,,kvótagreifarnir" séu með eign þjóðarinnar í sínum höndum og séu þar með að snuða ríki og þjóð.

 

  Miklar umræður hafa verið á ýmsum netmiðlum og rakst ég á pistil eftir Egil Helgason á Eyjan.is þar sem hann skrifar um grein Sigurgeirs Brynjars hjá VSV. En Sigurgeir skrifaði grein um fyrningarleiðina og hverjar afleiðingarnar yrðu ef hún yrði farin. Það vantaði ekki ummælin sem fylgdu pistli Egils en auk þess voru moggabloggarar duglegir að láta í sér heyra. Ég ætla að koma með nokkrar athyglisverðar staðreyndir um Íslenskan sjávarútveg.

Rúmur þriðjungur útflutningstekna á árinu 2008 var vegna útfluttra sjávarafurða. Fyrir hvert starf í sjávarútvegi verður til fjöldi afleiddra starfa í öðrum atvinnugreinum; í banka- og fjármálaþjónustu, í olíudreifingu og verslun, í flutninga- og tryggingarstarfsemi, í málm- og skipasmíðaiðnaði og í prentun og umbúðaframleiðslu.

  Hverjir eru kostir kvótakerfisins ?
Útgerðin skipuleggur veiðar og vinnslu með tilliti til markaðsaðstæðna og atvinnuástands. Með frjálsu framsali getur útgerðin ákveðið hvaða skip er notað við veiðarnar og hagrætt kvótasamsettningu eftir útgerðarmunstri. Kvótakerfið felur í sér innbyggðan hvata til góðrar umgengni um auðlindina. Brottkast er bannað með lögum. Stækkun flotans stöðvuð. Markmið útgerðarinnar er að skapa sem mest verðmæti. Kvótakerfið leggur grunn að ábyrgri og árangursríkri fiskveiðistjórnun.

  Afkoma sjávarútvegsfyrirtækja hefur gerbreyst.
  Undanfarin 20 ár eða svo hefur afkoma sjávarútvegsfyrirtækja gerbreyst til batnaðar. Þetta er staðreynd sem ekki er hægt að lýta undan og sýna allar tölur fram á það.

  Hvað er Þetta auðlindagjald ?
  Auðlindagjald er ekkert annað en sértækur landsbyggðarskattur þar sem 90% aflaheimildanna eru úti á landi. Með auðlindagjaldi eru þeir sem hafa keypt eða áunnið sér aflaheimildir skattlagðir sérstaklega umfram aðra þjóðfélagsþegna. Hagfræðistofnun Háskóla Íslands telur að verulegar líkur séu á að auðlindagjald lækki heildarskatttekjur hins opinbera þegar fram í sækir.

                       

  Sjávarútvegur án ríkisstyrkja.
  Íslenskur sjávarútvegur er rekinn án ríkisstyrkja. Íslensk útgerðarfyrirtæki standa og falla með eigin gerðum og ákvörðunum. Arðsemi veitir fyrirtækjum svigrúm til áframhaldandi fjárfestinga og uppbyggingar. Sjávarútvegur í samkeppnislöndum okkar er stórlega ríkisstyrktur. ESB veitti á síðasta ári tveimur milljörðum evra í styrki til útgerðarfyrirtækja eða 320 milljörðum ísl. kr.

  Frelsi, stöðugleiki og ábyrgð.
  Grundvallaratriði fiskveiðistjórnunarinnar er að til séu leikreglur sem fylgt er til langframa. Frelsi þarf að vera sem mest innan fiskveiðistjórnunarinnar.
Stöðugleiki þarf að ríkja um stjórnkerfi veiðana. Rekstraumhverfi þarf að vera stöðugt svo hægt sé að skipuleggja rekstur og fjárfestingu til lengri tíma. Séreignarréttur eykur ábyrgð útvegsmanna og bætir umgengni við auðlindina.

  Ber ekki að tryggja rétt útgerðarfyrirtækja.
  Jú, það ber að tryggja rétt sjávarútvegsfyrirtækja á veiðiheimildum. Þeir sem hafa keypt veiðuheimildir eða áunnið sér þær með veiðireynslu njóta verndar eignaréttarákvæðis stjórnarskrárinnar. Óumdeilt er að ríkið hefur óskoraðan rétt til lagasetningar um stjórn fiskstofna; hve mikið má veiða, hvar og hvenær og hvernig.

                      

  Aflaheimildir eru á landsbyggðinni.
  Byggðarþróun mótast af samspili fjölmargra þátta; atvinnu, samgöngum, skólum, heilsugæslu o.fl. Fiskveiðistjórnunarkerfið hefur legið undir ámæli fyrir að veikja byggðir landsins með tilfærslu aflaheimilda. Þrátt fyrir tilfærslur eru eftir sem áður um 90% aflaheimildanna á landsbyggðinni. Hagræðingin í sjávarútvegi er landsbyggðinni nauðsynleg til að þar verði öflug sjávarútvegsfyrirtæki sem geta boðið samkeppnishæf störf.

  Þorskígildi á hvern íbúa.
  Ef við skoðum aðeins hvernig skipting aflaheimilda er þegar borin eru saman íbúfjöldi og þorskígildi þá kemur í ljós að flest þorskígildi per íbúa eru á landsbyggðinni. Tökum dæmi:

  Vestmannaeyjar, 7,145 kg á íbúa. Hornafjörður, 6,380 kg á íbúa. Snæfelssnes, 6,837 á íbúa. Grímsey, 19,603 kg á íbúa. Höfuðborgarsvæðið, 219 kg á íbúa.

  90% aflaheimilda hafa verið keypt.
   Rúm 90% aflaheimilda í þeim fisktegundum sem upphaflega voru kvótasettar, hafa verið keyptar. Aflaheimildum var á sínum tíma úthlutað til þeirra sem höfðu áunnið sér rétt á tilteknu árabili- öllum var það frjálst. Hagæðing í sjávarútvegi byggist m.a. á því að að kaupa hlutdeild þeirra sem vilja hætta útgerð. Íslenskar útgerðir hafa lagt mikinn kostnað til að afla sér- og þar með Íslandi - veiðireynslu úr deilistofnum.

  Þeirri staðleysu er ítrekað haldið fram að kvótakerfið sé rót þess efnahagsvanda sem Íslenskt samfélag glímir nú við.

  Skuldir sjávarútvegsins.
  Þeirri staðleysu er ítrekað haldið á lofti að Íslenskur sjávarútvegur sé svo skuldum vafinn að hann rísi ekki vart undir skuldbindingum sínum. Það er óumdeilt að skuldir sjávarútvegsins eru umtalsverðar og þær hækkuðu ört með falli krónunnar á síðasta ári. Tekjur sjávarútvegsfyrirtækja eru í erlendri mynt og hækkuðu einnig með gengisfalli krónunnar. Skuldir Íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja voru 300 milljarðar í lok ársins 2007. Það voru innan við 2% af heildarskuldum Íslenskra fyrirtækja, sem voru alls 15,685 milljarðar á þeim tíma.

  Aðild að ESB er ógn við Íslenskan sjávarútveg.
  Með aðild að ESB yrði lagasetningarvaldið í sjávarútvegsmálum varanlega framselt frá Alþingi til ráðherraráðsins í Brussel. Væri Ísland aðili að ESB hefði landið óverulegt atkvæðavægi í ráðherraráðinu. Forræði og fyrirsvar í málefnum sjávarútvegs flyttist til framkvæmdastjórnar ESB. Með aðild að ESB myndi Ísland afsala sér valdi til samninga um stjórn veiða úr deilistofnum. Með aðild yrði Ísland að gangast undir hina sameiginlegu fiskveiðistefnu sambandsins.Árangurinn af henni er skelfilegur; ofveiði, allt of stór floti, óhagkvæmur rekstur og umfangsmikið og kostnaðarsamt styrkjakerfi. Með aðild að ESB breytast lög um eignarhald erlendra aðila í Íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum. Þar með er engin trygging fyrir því að arður af sjávarútvegi flytjist ekki úr landi.

  Upptökuleiðin (fyrningarleiðin) er þjóðnýting.
  Upptökuleiðin felur í sér að þeir sem hafa keypt aflaheimildir verða sviptir þeim. Upptökuleiðin vegur að rótum sjávarútvegsins; eykur óstöðugleika og stórskaðar rekstur sjávarútvegsfyrirtækja. Upptökuleiðin skapar óvissu um aflaheimildir og leiðir til óhagkvæmni. Upptökuleiðin hvetur til skammtímahugsunar á kostnað langtímahugsunar og grefur þannig undan ábyrgri fiskiveiðistjórnun. Þjóðin hefur mestan ávinning af veiðiheimildum með stöðugu rekstrarumhverfi sjávarútvegsins og að fyrirtækin séu rekin á markaðslegum forsendum. Upptökueiðin er ,,Phyrrosarsigur" fyrir þá sem hreppa veiðiheimildir á uppboði, þar sem fórnarkostnaður er meiri en ávinningur. Upptökuleiðin er síðast en ekki síst ný leið til gjaldtöku af sjávarútvegi án tillits til afkomu fyrirtækjanna.

http://www.123.is/tobbivilla

 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).