Brennuvargarnir í Eyjum játuðu

4.Apríl'09 | 05:13

Lögreglan,

Þrír menn sem hafa verið í haldi lögreglunnar í Vestmannaeyjum vegna rútubruna í fyrrinótt hafa allir játað aðild að íkveikjunni. Einn mannanna er í Slökkviliði Vestmannaeyja og annar hefur sótt um inngöngu þar. Frá þessu var greint í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins.
Mennirnir voru látnir lausir í kvöld eftir yfirheyrslur og skýrslutökur sem hafa staðið yfir í dag. Slökkviliðsmaðurinn var einnig í Björgunarfélagi Vestmannaeyja og hefur komið að flugeldasýningum félagsins.

Eldurinn kom upp um klukkan hálf fjögur aðfaranótt miðvikudags. Löndurnarmenn í Vestmannaeyjahöfn sem voru skammt frá urðu eldsins varar og gerðu lögreglu og slökkviliði viðvart. Þegar slökkvilið kom á vettvang logaði það glatt í rútunni að eldtungurnar höfðu náð að teygja sig nokkra metra í hús Björgunarfélagsins, með þeim afleiðingum að 12 rúður sprungu.

Klæðning á öllum vestur vegg hússins sviðnaði og vatt upp á sig, þannig að ekki munaði nema hársbreidd að eldurinn næði inn i húsið. Þar eru meðal annars geymdir flugeldar og björgunarbátar og búnaður fyrir margar milljónir. Slökkviliðið einbeitti sér því stax að því að verja húsið og slökkti síðan í bílnum.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.