Slökkviliðsmaður grunaður um íkveikjuna í Eyjum

3.Apríl'09 | 06:57

Lögreglan,

Annar mannanna, sem handteknir voru í Vestmannaeyjum í fyrrinótt vegna íkveikju í rútubifreið, er slökkviliðsmaður, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Mennirnir hafa nú verið úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald og voru þeir yfirheyrðir í gær.

Rannsókn málsins gengur að sögn vel en lögreglan í Vestmanneyjum vill ekki gefa upp hvort játning sé fengin í málinu. Tryggvi Kr. Ólafsson rannsóknarlögreglumaður segir ekkert styðja að mennirnir tengist öðrum íkveikjumálum í bænum. Krafist var svona langs varðhalds svo að mennirnir, sem eru um tvítugt, gætu ekki haft áhrif á vitnin í málinu.

Nánar á forsíðu Morgunblaðsins í dag

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.