Loftnetsmastur á hliðina

2.Apríl'09 | 18:04

Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær

Loftnetsmastur við flugturninn í Vestmannaeyjum lagðist á hliðina í dag. Mjög hvasst er við flugvöllinn og fer vindhraði upp undir 30 metrar á sekúndu í mestu hviðunum.

Fram kemur á vefnum eyjafréttum.is, að svo virðist vera sem tæring í botnstykki mastursins hafi leitt til þess að það gaf undan í rokinu. Í mastrinu eru loftnet fyrir samskiptabúnað turnsins auk farsímaloftneta fyrir símafyrirtækin Vodafone og Nova.

Bjarni Halldórsson, starfsmaður í flugturninum, segir að aðeins eitt loftnet í mastrinu hafi brotnað. Við prófanir hafi öll sambönd virkað og verið sé að finna út úr því hvaða samband sé á brotna loftnetinu. Hann segir að hrun mastursins hafi því óveruleg áhrif á daglega starfsemi turnsins en flest samskiptatæki turnsins eru tengd við loftnetamastur á Sæfjalli, sunnan við flugvöllinn.

Loftnet símafyrirtækjanna Nova og Vodafone eru skemmd svo farsímasambönd beggja fyrirtækja liggur niðri syðst á Heimaey. Bæði fyrirtækin hafa þó senda á fleiri stöðum í Vestmannaeyjum.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.