Starfslaun bæjarlistamanns 2009

31.Mars'09 | 05:22

Vestmannaeyjabær bærinn eyjar

Fræðslu- og menningarráð Vestmannaeyjabæjar auglýsir eftir umsóknum um starfslaun fyrir bæjarlistamann árið 2009.
Í gildandi reglum um úthlutun starfslaunanna segir m.a.:

- Sækja skal um starfslaun til menningar og tómstundaráðs Vestmannaeyjabæjar. Að jafnaði koma þeir einir til greina sem bæjarlistamenn sem búsettir eru í Vestmannaeyjum.
- Listamaður skal í umsókn sinni gera grein fyrir því, sem hann hyggst vinna. Hann skal einnig gera grein fyrir því hvenær hann ætli að vinna að verkinu.
- Umsóknarfrestur er til og með 07.april 2009. Fræðslu- og menningarráð velur úr framkomnum umsóknum og úthlutar á Sumardaginn fyrsta að fenginni staðfestingu bæjarstjórnar.

Umsóknum skal skila til fræðslu- og menningarráðs Vestmannaeybæjar fyrir 07.april nk. og skulu þær vera í samræmi við framangreindar reglur.
Reglurnar í heild er hægt að fá afhentar á bæjarskrifstofunni í Ráðhúsinu eða lesa á http://www.vestmannaeyjar.is/

Nánari upplýsingar veita Kristín Jóhannsdóttir menningar- og markaðsfulltrúi og Rut Haraldsdóttir framkvæmdarstjóri stjórnsýslusviðs í síma 4882000.

Fræðslu- og menningarráð Vestmannaeyjabæjar

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Jólablað Eyjalistans

22.Desember'18

Út er komið jólablað Eyjalistans. Hér má lesa blaðið.