Eyjamenn í ábyrgðarstöðum í stjórnmálaflokkum á Íslandi

31.Mars'09 | 12:03

Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær

Allir stærstu stjórnmálaflokkar landsins hafa nú lokið við að halda sína landsfundi og má segja að eyjamenn og konur hafi verið kosin í fjölmargar ábyrgðarstöður í stjórnmálaflokkunum.
Hjá Sjálfstæðisflokknum var Guðjón Hjörleifsson kosinn í miðstjórn flokksins síðustu helgi og fékk hann samtals 509 atkvæði til setu í miðstjórn flokksins. Hörður Óskarsson er aðalmaður og Elsa Valgeirsdóttir varmaður í stjórn Kjördæmisráðs Sjálfstæðifélaganna í Suðurkjördæmi. Helgi Ólafsson er formaður Kjördæmisráðs Ungra Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi. Skapti Örn Ólafsson framkvæmdastjóri Kjördæmisráðs Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi

Hjá Samfylkingunni var Guðrún Erlingsdóttir kosin í verkalýðsráðsflokksins, Þorgerður Jóhannsdóttir kosin í flokksstjórn og Bergvin Oddsson yngri í framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar.

Hanna Birna Jóhannsdóttir var nýverið kosin ritari Frjálslynda flokksins á þingi þeirra á Stykkishólmi.

Eygló Harðardóttir var kosin fyrir nokkrum vikum ritari í nýrri stjórn Framsóknarflokksins.

Aldís Gunnarsdóttir er í stjórn kjördæmisráðs VG í Suðurkjördæmi.

Einnig eru eyjamenn og konur framarlega á öllum framboðslistum og samkvæmt síðustu könnun Gallúp þá voru þrír eyjamenn á þingi og næst inn var Írís Róbertsdóttir hjá Sjálfstæðisflokknum.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.