Eyjamenn í ábyrgðarstöðum í stjórnmálaflokkum á Íslandi

31.Mars'09 | 12:03

Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær

Allir stærstu stjórnmálaflokkar landsins hafa nú lokið við að halda sína landsfundi og má segja að eyjamenn og konur hafi verið kosin í fjölmargar ábyrgðarstöður í stjórnmálaflokkunum.
Hjá Sjálfstæðisflokknum var Guðjón Hjörleifsson kosinn í miðstjórn flokksins síðustu helgi og fékk hann samtals 509 atkvæði til setu í miðstjórn flokksins. Hörður Óskarsson er aðalmaður og Elsa Valgeirsdóttir varmaður í stjórn Kjördæmisráðs Sjálfstæðifélaganna í Suðurkjördæmi. Helgi Ólafsson er formaður Kjördæmisráðs Ungra Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi. Skapti Örn Ólafsson framkvæmdastjóri Kjördæmisráðs Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi

Hjá Samfylkingunni var Guðrún Erlingsdóttir kosin í verkalýðsráðsflokksins, Þorgerður Jóhannsdóttir kosin í flokksstjórn og Bergvin Oddsson yngri í framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar.

Hanna Birna Jóhannsdóttir var nýverið kosin ritari Frjálslynda flokksins á þingi þeirra á Stykkishólmi.

Eygló Harðardóttir var kosin fyrir nokkrum vikum ritari í nýrri stjórn Framsóknarflokksins.

Aldís Gunnarsdóttir er í stjórn kjördæmisráðs VG í Suðurkjördæmi.

Einnig eru eyjamenn og konur framarlega á öllum framboðslistum og samkvæmt síðustu könnun Gallúp þá voru þrír eyjamenn á þingi og næst inn var Írís Róbertsdóttir hjá Sjálfstæðisflokknum.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.