Vertíðarstemmning í Eyjum

27.Mars'09 | 06:51

Vestmannaeyjahöfn

„Það er allt á útopnu í fiskvinnslu. Við erum að vinna hér saltfisk myrkranna á milli og það er nóg að gera í vinnslu bolfiskafurða. Fiskeríið hefur verið mjög gott síðustu daga þannig að það hér er sannkölluð vertíðarstemmning,“ segir Sigurjón Gísli Jónsson, framleiðslustjóri hjá Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum.

Mokafli hefur verið í öll veiðarfæri að undanförnu og hefst vart undan í landi. Sigurjón segir að bætt hafi verið við 30 til 40 manns í vinnsluna, meðal annars skólafólki en fyrir voru 70 manns við fiskvinnsluna. Allt í allt eru því um og yfir 100 manns í vinnslunni.

„Þá tókum við í vikunni upp vaktir allan sólarhringinn í saltfiskvinnslunni. Það voru ekki margir dagar en það þurfti síðast að taka upp sólarhringsvaktir í saltfiskvinnslunni árið 1980. Þetta er gamli vertíðarbragurinn sem fólk hér í Eyjum þekkir svo vel og ég sé fyrir mér mjög þétta dagskrá fram að páskum að minnsta kosti," segir Sigurjón Gísli Jónsson, framleiðslustjóri hjá Vinnslustöðinni.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%