Síldveiðar leyfðar í höfninni á ný

27.Mars'09 | 17:57

Síld Kap VSV

Sjávarútvegsráðuneytið gerir ekki athugasemdir við að síldveiðum verði haldið áfram til hreinsunar Vestmannaeyjahafnar. Ráðuneytið hefur sent erindi til hafnaryfirvalda í Eyjum þar sem greint er frá þessu með vísan í erindi sem Hafrannsóknarstofnunin sendi til ráðuneytisins eftir könnun á magni og ástandi síldarinnar í gær.
Steinar Ingi Matthíasson, skrifstofustjóri sjávarútvegsráðuneytisins, segir í samtali við fréttastofu RÚV að sýkingarhlutfall síldarinnar hafi hækkað. Samkvæmt mælingum Hafrannsóknastofnunarinnar í gær séu yfir 90% síldarinnar í höfninni sýkt og hærra hlutfall af síldinni sé mikið sýkt en við fyrri mælingar í síðustu viku. Einnig hafi heilbrigð síld leitað frá landi í samræmi við þekkta hegðun síldar. Sjávarútvegsráðuneytið gerir þá kröfu að aflinn sé eingöngu nýttur til að bera kostnað af hreinsuninni.

Í Vestmannaeyjum er verið að kanna aðstæður í botni hafnarinnar þar sem mun erfiðara er fyrir nótaskip að athafna sig en þar sem áður var veitt í höfninni. Veiðar munu því hefjast í fyrsta lagi á morgun.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.