Engin þekkt áhætta verði tekin ef konan velur að fæða í Vestmannaeyjum þrátt fyrir lokaða skurðstofu

27.Mars'09 | 08:22

vestmannaeyja Vestmannaeyjabær Heimaklettur

Síðastliðinn miðvikudag svaraði Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra fyrirspurn Ragnheiðar Elínar Árnadóttir á Alþingi um öryggi fæðandi kvenna í Vestmannaeyjum á meðan sex vikna sumarlokum skurðstofunnar stendur yfir í sumar.

Einnig lagði Ragnheiður Elín fram fyrirspurn um fjölda áætlaða fæðinga í Vestmannaeyjum á þessu sex vikna tímabil í sumar.

Ögmundur Jónasson svaraði því til að reiknað væri með um fimm fæðingum gætu átt sér stað á þessum tíma og væru þær tölur byggðar á vitneskju úr mæðraeftirlitinu í Vestmannaeyjum.

Varðandi öryggi barnshafandi kvenna sagði Ögmundur í ræðu sinni:
„Ég var nýlega á ferð í Vestmannaeyjum og ræddi við starfsfólk og stjórnendur Heilbrigðisstofnunarinnar í Vestmannaeyjum og þar var mér tjáð að þessi ákvörðun hefði verið tekin. Hún var ígrunduð og byggir ekki á dirfsku heldur yfirvegun og ég treysti stjórnendum og starfsfólki til að taka yfirvegaða ákvörðun af þessu tagi án þess að tefla öryggi fólks í tvísýnu."

„Öryggi þeirra kvenna sem munu fæða þessar sex vikur mun ekki síst byggjast á góðri mæðravernd sem rekin hefur verið í Vestmannaeyjum um áratugaskeið þannig að engin þekkt áhætta verði tekin ef konan velur að fæða í Vestmannaeyjum þrátt fyrir lokaða skurðstofu og ég legg áherslu á að þótt skurðstofa sé ekki aðgengileg er ekki þar með sagt að engin fæðing geti átt sér stað. Ég vísa t.d. til stórra svæða á norðausturhorni og suðausturhorni landsins í því efni. Hins vegar gildir öðru ef um áhættu er að ræða og ef til þess kemur að flytja þarf konu á aðra heilbrigðisstofnun t.d. Landspítalann mun öruggt sjúkraflug vera tryggt. Þar er bæði um að velja hið hefðbundna sjúkraflug sem staðsett er í Vestmannaeyjum, sem og aðgengi að björgunarþyrlum Landhelgisgæslunnar." Sagði Ögmundur Jónasson m.a. í svari sínu við fyrirspurn Ragnheiðar.

Sérstaða Vestmannaeyja er mjög klár og kvitt
Árni Johnsen tók til máls í fyrirspurnartímanum eftir svar Ögmundar og tók Árni m.a. fram að aldrei væri öruggt með flug frá Vestmannaeyjum, þó að vél væri staðsett í Vestmannaeyjum. Það er þess vegna mikið í húfi að þessi lágmarksþjónusta sé tryggð og hún er ekki tryggð nema þessi þjónusta sé til staðar. Sérstaða Vestmannaeyja er mjög klár og kvitt, það er ekki vegasamband við fastalandið og til þess verður að taka tillit.

Bráðabirgða útgáfu af ræðum Alþingismanna úr þessari umræðu má finna hér

 

 

 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.