Elliði Vignisson á móti inngöngu í Evrópusambandið

27.Mars'09 | 11:28
Nú stendur yfir í Laugardalshöll landsfundur Sjálfstæðisflokksins og eru þar saman komnir yfir 1900 sjálfstæðismenn og konur og þessa stundina stendur yfir umræða um Evrópumál.

Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum hefur nýverið lokið ræðu sinni í umræðum um Evrópumál og sagði hann m.a. að ekki væri rétt að Íslandi gengi í Evrópusambandið. Í ræðu sinni sagði Elliði m.a. að fyrir fundinn hefði hann verið efins en í dag væri hann 100% viss um að Íslandi væri betur borgið utan Evrópusambandsins.

Hægt er að fylgjast með umræðum landsfundar Sjálfstæðisflokksins á mbl.is og xd.is

Eyjar.net mun um helgina fylgjast með landsfundum Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar og birta fréttir af málefnum tengdum Vestmannaeyjum.

 

Jólablað Eyjalistans

22.Desember'18

Út er komið jólablað Eyjalistans. Hér má lesa blaðið.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.