Elliði Vignisson á móti inngöngu í Evrópusambandið

27.Mars'09 | 11:28
Nú stendur yfir í Laugardalshöll landsfundur Sjálfstæðisflokksins og eru þar saman komnir yfir 1900 sjálfstæðismenn og konur og þessa stundina stendur yfir umræða um Evrópumál.

Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum hefur nýverið lokið ræðu sinni í umræðum um Evrópumál og sagði hann m.a. að ekki væri rétt að Íslandi gengi í Evrópusambandið. Í ræðu sinni sagði Elliði m.a. að fyrir fundinn hefði hann verið efins en í dag væri hann 100% viss um að Íslandi væri betur borgið utan Evrópusambandsins.

Hægt er að fylgjast með umræðum landsfundar Sjálfstæðisflokksins á mbl.is og xd.is

Eyjar.net mun um helgina fylgjast með landsfundum Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar og birta fréttir af málefnum tengdum Vestmannaeyjum.

 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.