Sparisjóður Vestmannaeyja óskar eftir 370 milljóna framlagi úr ríkissjóði

26.Mars'09 | 07:19

Sparisjóðurinn

Í Morgunblaðinu í dag er fjallað um stöðu sparisjóða á landinu en allir sparisjóðir nema þrír hafa sótt um framlag frá ríkinu til að trygga rekstur sinn.
Í síðustu viku var tilkynnt að nokkrir sparisjóðir hefðu sótt um framlag frá ríkinu inni í rekstur sinn og samkvæmt Morgunblaðinu í dag sótti Sparisjóður Vestmannaeyja um 370 milljónir frá ríkinu.
Einnig kemur fram í skýringarmynd með fréttinni að Sparisjóður Vestmannaeyja sé opin fyrir hugsanlegri sameiningu við aðra sjóði.

Hið svokallaða CAD-hlutfall Sparisjóðs Vestmannaeyja er um 8% í dag. CAD-hlutfall er eiginfjárhlutfall sjóðsins og sýnir fjárhagslegan styrk fyrirtækisins. Eiginfjárhlutfallið gefur til kynna hversu hátt hlutfall eigið fé er af heildarfjármagni sjóðsins.

Samkvæmt vef Viðskiptablaðsins hefur Sparisjóður Vestmannaeyja þurft að afskrifa í þessari viku 900 milljónir króna vegna falls Sparisjóðabanka Íslands (IceBank).

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.