Rafmagnsbílakynning í Vestmannaeyjum

24.Mars'09 | 07:42

reva

Sunnudaginn 30. mars á milli kl. 12 og 16 gefst Vestmannaeyingum kostur á að kynna sér kosti rafmagnsbíla og að reynsluaka einum slíkum. Starfsfólk Perlukafarans kynnir við Tvistinn (Skeljungsstöðina) REVA-rafmagnsbílinn og eins rafmagnsvespur og rafmagnsreiðhjól. 

Gestum og gangandi gefst kostur á því að reynsluaka REVA-rafmagnsbíl og finna sjálfir hvað það er frábært að aka um án þess að nota eldsneyti, án þess að finna fyrir nokkrum titringi og án þess að menga á nokkurn hátt.

Það má færa rök fyrir því að eyjasamfélög á borð við Vestmannaeyjar séu fullkominn vettvangur fyrir rafmagnsbíla, því vegalengdir eru yfirleitt stuttar og því þarf ekki að hlaða bílinn nema jafnvel á nokkurra daga fresti. Vestmannaeyjabær mun á næstu mánuðum setja upp hleðslustaur í miðbænum til að auðvelda rafmagnsbílaeigendum í verslunarleiðöngrum að bæta rafmagni á bílinn á meðan. Þó er ekki nauðsynlegt að nota sérstaka staura til að hlaða bílana, því þeir eru hlaðnir í hefðbundnum heimilisinnstungum.

Allar upplýsingar veitir Bragi Þór Valsson hjá Perlukafaranum í síma 534 0255 og tölvupóstfanginu perlukafarinn@perlukafarinn.is
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.