Ætla ekki að frysta kolmunna í ár

24.Mars'09 | 11:15

Huginn

Kolmunni verður ekki frystur þetta árið hjá útgerðinni Huginn í Vestmannaeyjum. Útgerðarstjórinn segir að markaður fyrir frystan kolmunna sé í uppnámi vegna efnahagskreppunnar í heiminum, bræðsluverð sé þó stöðugra.

Útgerðin Huginn í Vestmannaeyjum er með um 5% kolmunnakvótans  sem Íslendingar fá úthlutað, en kolmunninn er veiddur á  alþjóðlegu hafsvæði. Kvótinn hefur minnkað um rúmlega helming  frá síðasta ári og er nú 95.000 tonn. Árið 2008 máttu  Íslendingar veiða 200.000 tonn af kolmunna og 300.000 tonn árið 2007.

Útgerðarstjóri Hugins, Páll Guðmundsson, segir um 3500 tonn hafa veiðst í  fyrstu tveimur túrunum. Vel hafi gengið á miðunum suður við Írland þrátt fyrir slæmt veður.

,,Veiðin síðustu árin hefur minnkað, þetta var á tímabili ofveitt vegna þess að ekki var búið að semja um þetta," segir Páll.  Ríkin sem þarna veiði hafi loksins náð samningum fyrir nokkrum árum.  ,,Síðan hafa menn verið að draga svolítið niður kvótann til þess að reyna að byggja þennan stofn upp aftur."

Páll segir að ágætis staða sé á bræðsluverði kolmunna, um 14 krónur fáist fyrir kílóið. Huginsmenn ætla þó að láta það duga  að selja kolmunna til bræðslu þetta árið.

,,Það má segja að allur frystimarkaður sé í uppnámi út af peningaflæðinu þannig að við ákváðum að sleppa því þetta árið," segir Páll. Hann býst við að það verði fryst verði meira af kolmunna í framtíðinni þegar kreppan verður liðin hjá. Nokkrir frysti núna en það geri Huginn ekki.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.