Vestmannaeyjabær krefst þess því hér með að Vestmannaeyjahöfn verði tafarlaust veitt heimild til að hefja hreinsun á ný.

23.Mars'09 | 16:48

Síld Kap VSV

Í dag skrifaði Elliði Vignisson, bæjarstjóri bréf til Steingríms J. Sigfússonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra þar sem farið var fram á það að hreinsun á Vestmannaeyjahöfn verði heimiluð á ný.
Bréf Elliða má lesa hér að neðan:

Vestmannaeyjum, 21. mars 2009
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
Steingrímur J. Sigfússon

Með erindi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins dagsettu 20. mars var Vestmannaeyjahöfn fyrir hönd Vestmannaeyjabæjar tilkynnt um ákvörðun um að hreinsun sýktrar síldar í Vestmannaeyjahöfn skyldi stöðvuð. Ákvörðunin er rökstudd með vísan til bréfs Hafrannsóknarstofnunar sem einnig er dagsett 20. mars. Í því bréfi kemur fram að sýkingarhlutfall í þeirri síld sem veiddist í Vestmannaeyjahöfn þann 18. mars sé hátt eða á bilinu 70% til 76%. Einnig stendur í bréfinu:

,,Auk þess er ljóst að rúmlega fjórðungur síldarinnar (27%) er ósýktur og mikilvægt er að vernda þann hluta, enda mun sú síld sem nú er ósýkt verða uppistaða í veiði og hrygningarstofni á komandi árum. Ekki eru því til staðar haldbær fiskifræðileg rök fyrir því að halda áfram ofangreindri "hreinsun"."

Vegna þessa vill Vestmannaeyjabær koma eftirfarandi á framfæri:

Vestmannaeyjabær telur ekki réttlætanlegt að eingöngu sé miðað við fiskifræðileg rök þegar ákvörðun er tekin um hreinsun á Vestmannaeyjahöfn. Öllum sem að málinu koma má ljóst vera að viðkomandi hreinsun hefur ekki verið unnin á þeim forsendum. Hreinsunin er unnin út frá umhverfislegum sjónarmiðum fyrst og fremst. Þeir sem til þekkja vita að höfnin hér í Vestmannaeyjum er algerlega einstök hvað varðar landfræðilegar aðstæður. Hún er trektlöguð og mjög lokuð af. Reyndir sjómenn, sjávarlíffræðingar og fiskifræðingar sem Vestmannaeyjabær hefur leitað til telja að ekki séu miklar líkur til þess að síldin yfirgefi höfnina úr því sem komið er. Umhverfisslys er því yfirvofandi.

Vestmannaeyjabær hefur allan skilning á því að varlega þurfi að fara við mat á hreinsun sem þessari en mótmælir því algerlega að þau 27% sem eru ósýkt í síldinni í Vestmannaeyjahöfn verði uppistaða í veiði og hrygningarstofni á komandi árum.

Eins og kunnugt er hafa sjálfboðaliðar séð um hreinsunina höfninni að kostnaðarlausu. Kostnaður sem þessi léki án nokkurs vafa á milljónum án þessarar fórnfýsi sem sjálfboðaliðar sýna. Vestmannaeyjabær óttast því að ef ekki verður ráðist í hreinsun á þeim forsendum sem þegar voru hafnar muni Eyjamenn sitja uppi með mikið mengunartjón þegar síldin drepst og rotnunin hefst.
Vestmannaeyjabær bendir á að Vestmannaeyjahöfn er lífæð samfélagsins í Eyjum. Þar standa matvælafyrirtæki, ferðaþjónustufyrirtæki og fleiri fyrirtæki sem verða fyrir miklum beinum og óbeinum skaða ef til umhverfisslyss kemur í höfninni auk þeirra almennu óþæginda sem íbúar og gestir verða fyrir vegna lyktmengunar ef illa fer.

Vestmannaeyjabær krefst þess því hér með að Vestmannaeyjahöfn verði tafarlaust veitt heimild til að hefja hreinsun á ný.

Verði ekki orðið við því áskilur Vestmannaeyjabær sé allan rétt til að krefja ríkið um greiðslu vegna þess kostnaðar sem verður af hreinsun vegna þess umhverfisslyss sem líkur eru fyrir.
F.h. Vestmannaeyjabæjar
     Elliði Vignisson

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).