Hreinsunin stöðvuð.

21.Mars'09 | 10:51

Tobbi

Alveg fór þetta á þá leið sem mig grunaði. Þessi aðferð sem okkur þótti skynsamleg við að hreinsa hálfdauða síld úr höfninni hefur ekki nægjanleg fiskifræðileg rök samkvæmt þeim á Hafró. Þeim hefur jú alltaf þótt það vænt um síldina að það hefur varla mátt veiða hana. Þeir sem stundað hafa síldveiðar undanfarin ár vita að það hefur verið gríðarlegt magn af síld og stofninn sennilega búinn að vera í sögulegu hámarki. T.d. haustið 2007 voru veidd 110 þús. tonn inn á Grundarfirði og það sá ekki högg á vatni.

Á sama tíma var Breiðarfjörðurinn fullur af síld, Kolluállinn var fullur af síld og það var mikið magn af síld við alla suðurströndina. Ráðgjöf Hafró var upp á 130 þús. tonn árið 2007 en Einar Ká gaf út 155 þús. tonn og fór það mikið í taugarnar á þeim á Skúlagötunni. Ráðgjöf Hafró fyrir árið 2008-09 var svo upp á 131 þús. tonn, sem sagt bætt við heilum þúsund tonnum þrátt fyrir að sjaldan eða aldrei hafi verið eins mikið af síld í kringum landið. Einar Ká hlustaði ekki á þetta og gaf út 150 þús. tonn og enn varð Skúlagötugengið spælt. Það vissi enginn það fyrir að sýkingin ætti eftir að leggjast á síldina og á það eftir að koma í ljós hvernig síldinni reiðir af vegna hennar. En sumir hafa sagt það að það hafi einfaldlega verið orðið of mikið af síld í sjónum og þess vegna komi upp sýking í stofninum. Þessu hafa margir Norðmenn haldið fram en þeir lentu í svipaðri sýkingu með síldina hjá sér. En nóg af þessu í bili.

  Í höfninni í Eyjum er mikið magn af helsýktri síld og versnar ástandið á henni með hverri viku sem líður. Úr þeirri prufu sem við tókum í vikunni voru um 78 % sýkt en ekki 50-70 % eins og Hafró heldur fram. Annað hvort er síldin sýkt eða ekki, hvernig er þá hægt að fá 50-70% sýkingu. Þeir segja engin ,,fiskifræðileg" rök til að halda hreinsun hafnarinnar áfram en átta sig ekki á því að það eru ekki ,,fiskifræðileg" rök fyrir hreinsun hafnarinnar. Það er nú þegar farið að votta fyrir mengun af völdum dauðrar síldar á botninum og á það einungis eftir að versna. Hafnaryfirvöld fóru fram á leyfi til þess að veiða síldina upp áður en mikið meira af henni leggðist dauð á botninn. Svo þegar byrjað var að hreinsa þessa síld úr höfninni þá hafa einhverjir orðið súrir í Reykjavík og leyfin voru afturkölluð. Þessi ástæða Hafró með ,,fiskifræðilegu" rökin er bara fyrirsláttur því það vita allir að það skiptir engu máli.

Hverjir það eru sem hafa pressað á ákveðna aðila að stöðva hreinsunina veit ég ekki en það hafa ýmsir verið nefndir. T.d. nefnir klerkurinn okkar hér
í Eyjum KR-mafíuna, og telur þá hafa komið að málinu. Það er auðvitað súrt fyrir þá horfa á Eyjamenn redda ÍBV einhverjum aurum eftir að þeir duttu af peningaspena Landsbankans. Sumir hafa nefnt ákveðinn útgerðarmann um að hafa haft sín áhrif á málið en ég sel það ekki dýrara en ég keypti það. Ég aftur á móti held að þetta sé komið frá þeim á Skúlagötunni. Það er nefnilega þannig að fiskurinn í sjónum er hvorki eign þjóðarinnar eða útgerðarmannana, heldur telja þeir sig á Skúlagötunni eiga hvern þann sporð sem í sjónum er. Þessi smákóngaleikur sem í gangi er hjá yfirmönnum Hafró er farið að fara í taugarnar á mörgum og fer að koma tími á að skipta þeim út.
 
Þorsteinn Sig. hjá Hafró telur hins vegar að síldin eigi eftir að synda út úr höfninni og því þurfum við hér ekki að hafa neinar áhyggjur. Auk þess verði síldin að fá að njóta vafans, þ.e. þessi 20-30% af ósýktri eða lítið sýktri síld fái að lifa en hún á sennilega eftir að byggja upp stofninn. Hafró hlýtur þá að standa að kostnaðinum af því að hreinsa höfnina þegar þessi ósýktu kíló eru farin úr höfninni og botninn verður þakinn af dauðri sýld. Eða eigum við bara að redda okkur sjálf eins og við erum vön, eins og við ætluðum að gera núna en nánast gengum að stofninum dauðum með því að veiða 550 tonn.

http://123.is/tobbivilla

 

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.