Grímur Gísla út af framboðslista Sjálfstæðismanna

21.Mars'09 | 19:25

Grímur Gísla

Gengið var frá endanlegum framboðslista Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar á kjördæmisþingi flokksins á Hótel Selfossi í dag. Þær breytingar verða á efstu sætum listans að Björk Guðjónsdóttir, sem hafnaði í 6. sæti í prófkjöri flokksins um síðustu helgi, ákvað að þiggja ekki sætið en hún sóttist eftir 2. sæti. Vilhjálmur Árnason úr Grindavík var færður úr 8. sæti í 6. sæti Bjarkar, upp fyrir Grím Gíslason frá Vestmannaeyjum sem hafnaði í 7. sæti í prófkjörinu. Við það sætti Grímur sig ekki og dró hann framboð sitt til baka.
Grímur segist vera mjög ósáttur við þessi vinnubrögð Sjálfstæðisflokksins. Hann blæs á þá skýringu að Suðurnesjamann hafi þurft í sæti Bjarkar. Vilhjálmur hafi fengið tæplega 400 atkvæðum minna en hann sjálfur. "Ég var í persónukjöri en ekki svæðakjöri," segir Grímur Gíslason í samtali við Suðurlandið.is.

Ari Thorarensen, fangavörður á Litla-Hrauni, tekur 7. sætið í stað Gríms. Ari tók ekki þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Rætt hefur verið um að Árnesingar hafi verið ósáttir við lélegan árangur í prófkjörinu en þingmaðurinn Kjartan Ólafsson, Árnesingur, hafnaði í 5. sæti í prófkjörinu. Með innkomu Ara á listann er hlutur Árnesinga bættur.

Framboðslisti sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi er fléttulisti fyrir neðan 4. sætið. Hann er þó ekki fléttaður eftir kynjum heldur eftir svæðum, frambjóðendur af Suðurnesjum og Suðurlandi skiptast á sætunum.

Grímur Gíslason segir þessa uppröðun algerlega í andstöðu við þá kröfu að vilji fólksins eigi að ráða en ekki innsti kjarni flokksins. Hann segist heldur ekki skilja hvernig frambjóðandi sem hafi hlotið minni stuðning en hann sjálfur hafi verið færður upp fyrir sig. "Þetta er eins og að stíga á mann eins og sígarettustubb," segir Grímur Gíslason við Suðurlandið.is.

www.sudurlandid.is

 

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).