Eyjamenn sigruðu Skagamenn 3:1

21.Mars'09 | 05:49

fótbolti

ÍBV vann góðan sigur á ÍA í fjórða riðli A-deildar Lengjubikarsins í kvöld, en leikið var í Akraneshöllinni uppi á Skaga. Leikar fóru 3:1 í leik þar sem Eyjamenn hefðu auðveldlega getað skorað fleiri mörk.

ÍBV byrjaði leikinn vel. Bolvíkingurinn knái, Pétur Runólfsson, skoraði fyrsta mark leiksins strax á 4. mínútu, beint úr aukaspyrnu. Ingvi Borgþórsson skoraði síðan aðeins fjórum mínútum síðar og kom ÍBV í 2:0. Gauti Þorvarðarson kom þeim síðan í 3:0 á 62. mínútu, áður en Andri Júlíusson minnkaði muninn á 76. mínútu fyrir Skagamenn.

ÍBV voru mun betri aðilinn í leiknum og misnotuðu til dæmis vítaspyrnu í stöðunni 3:0.

Eyjamenn lyfta sér því af botninum með sínum fyrstu stigum, en Skagamenn eru neðstir án stiga.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is