Síldveiðar í höfninni stöðvaðar

20.Mars'09 | 13:11
Síldveiðar í Vestmannaeyjahöfn hafa verið stöðvaðar. Hafrannsóknastofnun telur ekki fiskifræðileg rök fyrir áframhaldandi veiðum þar sem rúmlega helmingur síldarinnar þar sé nógu vel á sig kominn til að synda af sjálfsdáðum úr höfninni.
Vestmannaeyjahöfn fór fram á að höfnin yrði hreinsuð af síld til að koma í veg fyrir lyktar- og fitumengun. Sjávarútvegsráðuneytið gerði ekki athugasemdir við að veiðarnar færu fram í samræmi við umsögn frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands um mengunarhættu. Skilyrt var að veiðarnar færu fram í samráði við Hafrannsóknastofnunin.

Í fyrrakvöld veiddust 550 tonn af síld í höfninni í tveimur köstum. Skoðun Hafró á sýnum úr köstunum tveimur hefur leitt í ljós að tæplega helmingur síldarinnar er mikið sýktur, tæplega þriðjungur minna sýktur og fjórðungur ósýktur. Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri nytjastofnasviðs Hafrannsóknastofnunarinnar, segir þetta þýða að rúmlega helmingur síldarinnar sé nægilega hraustur til að synda sjálfur úr höfninni. Því sé réttast að láta náttúruna njóta vafans. Hafrannsóknastofnun tekur ekki afstöðu til mengunarþáttar málsins.

Steinar Ingi Matthíasson, skrifstofustjóri sjávarútvegsráðuneytisins, staðfestir að erindi hafi borist frá Hafró í morgun og að í kjölfarið hafi ráðuneytið lagt til að veiðarnar yrðu stöðvaðar. Hann útilokar þó ekki að hreinsunarstarfi verið framhaldið ef ástæða gefi til - annað hvort að frekari sýnataka staðfesti hærra sýkingarhlutfall eða að Eyjamenn verði varir við lykt af úldinni síld. Hjá Hafrannsóknastofnun segja menn þó að ekki sé mikið um dauða síld í botni hafnarinnar að svo stöddu.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.