Ragnheiður Elín spyr heilbrigðisráðherra um öryggi fæðandi kvenna í Vestmannaeyjum

19.Mars'09 | 12:37

Ragnheiður

Næstkomandi miðvikudag í fyrirspurnartíma á Alþingi mun Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra svara fyrirspurn Ragnheiðar Elínar varðandi öryggi fæðandi kvenna í eyjum.

Ákveðið hefur verið í hagræðingarskyni að loka skurðstofunni í Vestmannaeyjum í sumar og munu þá t.d. allar fæðingar færast á höfuðborgarsvæðið.

Ragnheiður Elín sem nýverið sigraði í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi hefur lagt fram fyrirspurn til heilbrigðisráðherra varðandi öryggi fæðandi kvenna og eru spurningarnar eftirfarandi: 
    1.Hvernig hyggjast heilbrigðisyfirvöld tryggja öryggi fæðandi kvenna í Vestmannaeyjum á meðan sex vikna sumarlokun skurðstofunnar þar stendur yfir í sumar?
    2.Hvað eru margar fæðingar áætlaðar í Vestmannaeyjum á því tímabili sem um ræðir?

Ögmundur Jónasson mun þurfa að svara spurningum Ragnheiðar næstkomandi miðvikudag og mun eyjar.net fylgjast með málinu.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.