Unglingadeild BV seig samtals 3515 metra

17.Mars'09 | 08:16
Á sunnudaginn mátti sjá fríðan flokk framtíðar björgunarsveitarmanna að síga niður við spröngu og var sigið úr 10, 15, 30 og 60 metra hæð.
Unglingadeild Björgunarfélags Vestmannaeyja var þarna við æfingar en markmiðið var að síga samtals þrjá kílómetra þennan dag og safna áheitum fyrir deildina. Krakkarnir gerðu betur en það og sigu samtals 3515 metra og létu það ekki stoppa sig þó að hríð gengi yfir á meðan sigið var.  Samtals tók sigið hjá þeim um fjóra klukkutíma.

Unglingadeildin var með þessu áheita sígi að safna fyrir ferðalagi í Gufuskála í apríl þar sem æft verður með öðrum unglingadeildum af Suðurlandi. Þeir sem hafa áhuga að styðja við bakið á þeim geta sent tölvupóst á netfangið unglingadeild@simnet.is

Myndir má skoða hér

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Jólablað Eyjalistans

22.Desember'18

Út er komið jólablað Eyjalistans. Hér má lesa blaðið.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.