Frábært landsþing hjá Frjálslyndum og Fréttir, frjálst og óháð?

17.Mars'09 | 08:02

Georg Arnarson

Landsþing FF var um helgina og þvílíkur munur frá síðasta þingi, því að samheldnin og ánægjan var nánast með ólíkindum. Samstaðan og styrkurinn sem við sýndum á þessu þingi mun að mínu mati fleyta okkur langt í komandi kosningabaráttu. Mig langar að óska nýrri stjórn til hamingju með sitt kjör, Guðjóni Arnari Kristjánssyni formanni, Ásgerði Jónu Flosadóttir varaformanni, að ógleymdri Eyjakonunni, Hönnu Birnu Jóhannsdóttur ritara.

Einnig var mikið um endurnýjun í miðstjórn flokksins og sérstaklega ánægjulegt að meirihlutinn í miðstjórninni eru sýnist mér konur og óska ég þeim til hamingju með það. Einnig kom fram á þessu þingi í fyrsta skipti, nýr þingmaður FF Karl V. Matthíasson, ræddum við nokkrum sinnum saman og er ég mjög ánægður með þessa viðbót við flokkinn og kannski er koma Karls í FF skýrasta dæmið um þá aumlegu stefnu sem hans fyrri flokkur hefur varðandi fiskveiðistjórnunina. Einnig var sérstaklega ánægjulegt að sjá Magnús Þór Hafsteinsson stíga fram og lýsa því yfir, að þrátt fyrir að hann væri ekki í forystuhlutverki í komandi kosningum, þá muni hann að sjálfsögðu halda áfram að berjast af fullum kröftum fyrir FF, enda er stefna flokksins sú eina rétta og ætlaði þakið að rifna af húsinu af fagnaðarlátum við lok ræðu hans.

Stykkishólmur er staður, sem ég mæli með að fólk heimsæki, hótelið þar er alveg meiriháttar flott og þjónustan góð og voru dæmi um það, að sumir hefðu dansað og sungið fram undir morgunn, en ég þakka fyrir mig.

Það er hálf aumlegt að fara inn á síðuna eyjafréttir.is og lesa þar fréttina um kosningu okkar Frjálslyndra, því ekki bara er nýr ritari rang feðruð, heldur er formaðurinn skýrður upp á nýtt, en svona til gamans, þá renndi ég yfir allar greinar og öll nöfn sem tengjast íhaldinu á vefnum, eða öðrum flokkum og viti menn, ekki ein einasta villa í einu einasta nafni og svo segja sumir fréttamenn að þeir séu óhlutdrægir og hlutlausir í allri sinni umfjöllun, því að ef svo er þá eru þetta ansi mikil mistök hjá fréttamanni á þessari síðu og ekki laust við að það læðist að manni að þetta sé gert viljandi, enda held ég að fáir eyjamenn upplifi þennan vef sem einkvað frjálst og óhlutdrægt. En þetta er því miður ekki fyrsta og sennilega ekki síðasta skiptið sem við í FF erum rang feðruð, rangnefnd eða uppnefnd af ritstjórum þessarar síðu.

Meira seinna.

http://georg.blog.is

 

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%