Ein líkamsárás var kærð til lögreglu í vikunni sem leið

16.Mars'09 | 14:26

Lögreglan,

Lögreglan hafði í nógu að snúast í vikunni sem leið, en þó nokkur erill að kvöldi sl. föstudags og aðfaranótt sl. laugardags vegna þess óveðurs sem gekk yfir eyjarnar. M.a. fékk lögreglan fimm tilkynningar vegna foktjóns, en veðurhæðin náði í um 40 m/sek. á Stórhöfða þegar mest gekk á.  Þá þurfti lögreglan, að vanda, að aðstoða fólk sem komst ekki leiðar sinna sökum ölvunar.

Ein líkamsárás var kærð til lögreglu í vikunni sem leið en um var að ræða atvik sem átti sér stað á veitingastaðnum Lundanum aðfaranótt sl. fimmtudags.  Ekki er alveg ljóst hvað gerðist en kærandinn mun hafa slasast á hendi.  Málið er í rannsókn.

Aðfaranótt 15. mars sl. var lögreglu tilkynnt um rúðubrot í húsnæði Tryggingamiðstöðvarinnar v/ Strandveg. Ekki er vitað hver þarna var að verki og óskar lögreglan eftir upplýsingum um hver þarna var að verki.

Tveir brunar voru tilkynntir til lögreglu í vikunni sem en í báðum tilvikum var um minniháttar bruna að ræða og lítið tjón.  Í fyrra tilvikinu var um að ræða bruna í Sorpu en kviknað hafði í út frá brennsluofni.  Starfsmanni tókst að slökkva eldinn áður en hann náði að breiðast út.  Í seinna tilvikinu var lögreglan kölluð að Sjúkrahúsi Vestmannaeyja vegna reyks á þriðju hæði hússins. Ekki reyndist um elda að ræða heldur hafði kviknað í út frá loftljósi.  Engin slys urðu á fólki í þessum tveimur brunum.

Sl. föstudag var óskað eftir aðstoð lögreglu vegna sjómanns sem hafði slasast um borð í Erlingi SF-65, en Björgunarfélag Vestmannaeyja hafði sótt sjómanninn um borð í skipið.  Maðurinn reyndist hafa klemmt fingur á milli netateins og netarúllu þegar verið var að draga inn netin. Maðurinn var fluttur á heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja.

Fjórar sektir liggja fyrir vegna brota á umferðarlögum eftir vikuna en um er að ræða of hraðan akstur, ólöglega lagningu og akstur án þess að hafa öryggisbeltið spennt.

Lögreglan vill minna eigendur ökutækja á að færa ökutæki sín til skoðunar en þann 1. apríl nk. verður lagt gjald á þau ökutæki sem eru óskoðuð frá því í október 2008. Þar sem breyting á umferðarlögum tók gildi þann 1. október 2008, og eru ekki afturvirk, verður gjaldið eingöngu lagt á þau ökutæki sem eru með 0 í endastaf og hafa ekki verið skoðuð fyrir árið 2008 og á þau ökutæki sem eru með 1 í endastaf og hafa ekki verið skoðuð fyrir árið 2009.

Ef eigendur eða umráðamenn ökutækja færa þau ekki til skoðunar á réttum tíma skal setja á gjald að fjárhæð 15.000 kr. sem greiða skal við almenna skoðun og endurskoðun hafi ökutæki ekki verið fært til skoðunar og endurskoðunar á réttum tíma. Gjaldið leggst á ökutæki tveimur mánuðum eftir skoðunarmánuð þess.

Heimilt er að lækka gjaldið um allt að 50% verði það greitt innan mánaðar frests eftir að það er lagt á.

 

 

 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).