Unglingadeild Björgunarfélagsins safnar áheitum með 3 kílómetra sigi

14.Mars'09 | 07:44

Björgunarfélagið Björgunarfélag sig

Á sunnudaginn klukkan 13:00 verða félagar í unglingadeild Björgunarfélags Vestmannaeyja með áheita sig í Spröngunni og stefnt er að því að síga samtals þriggja kílómetra leið.

Unglingadeildin er með þessu framtaki að safna fyrir ferð í Gufuskála í apríl en þar ætla unglingadeildir af Suðurlandi að hittast og æfa sig eina helgi.

Unglingadeildin er skipuð krökkum á aldrinum 14.-16.ára og eru um 20 krakkar starfandi í deildinni. Krakkarnir hittast í húsnæði Björgunarfélagsins alltaf á mánudagskvöldum og fer þá fram ýmiskonar þjálfum eða æfingar. Í vetur hefur hópurinn farið í fjallgöngur, hellaskoðun, fjöruferð, haldið skyndihjálparæfingar og haldið skemmtikvöld.

Í samtali eyjar.net við þá Sindra Valtýsson og Elvar Eðvarðsson umsjónamenn unglingadeildar BV sögðu þeir að þegar sólin færi að láta sjá sig þá tækju við meiri útivera og nóg væri framundan hjá deildinni. Þann 20.mars kemur Unglingadeildin Skúli í heimsókn til eyja og ætla deildirnar að æfa saman og skemmta sér eina helgi í eyjum.

Þeir einstaklingar eða fyrirtæki sem hafa áhuga að styðja unglingadeildina og gefa áheit þá er hægt að senda tölvupóst með ákveðinni upphæð pr meter eða eina heildar upphæð í netfangið: unglingadeild@simnet.is

 

 

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.