Gott kvöld kæru gestir.

14.Mars'09 | 07:46

Huginn

Gott kvöld kæru gestir.
Við strákarnir á Huginn Ve nær og fjær viljum koma með stuðningsyfirlýsingu til Írisar Róbertsdóttur en hún tekur þátt í prófkjöri sjálfstæðismanna nú um helgina, býður sig fram í 4 sæti á lista flokksins í suðurkjördæmi. Íris er fersk og framsækin eins og segir í auglýsingum frá henni og fær hún 100% stuðning okkar og vonandi líka þinn sem þetta les. Taka skal fram að Íris er eiginkona Eysteins Gunnars sem er kokkur á Huginn og styðjum við þau hjónin til góðra verka.

Eysteinn er ekki að flysja kartöflur fyrir okkur núna þar sem hann er heima að aðstoða eiginkonu sína við prófkjörið. Það er vonandi að Eysteinn og frú nái svipuðum árangri og Eysteinn hefur náð í innanfélagsmóti Hugins í getraunum en Deppludúddar eru komnir í efsta sæti ásamt tveimur öðrum liðum.

Það er annars að frétta hjá okkur að við náðum að kasta í gærkveldi, við höfum híft 3 sinnum og er aflinn 750 tonn. Er bræla hjá okkur núna og eru veiðafærin ekki í sjó, veðurspáin næstu daga er ekki mjög spennandi fyrir okkur en spárnar geta klikkað eins og annað.

Kveðja Huginsdrengir

http://www.huginn.is

 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).