Uppgjör og endurnýjun

13.Mars'09 | 12:42

írís

Sjálfstæðisflokkurinn stendur frammi fyrir mörgum stórum verkefnum á næstu vikum. Gengi flokksins í kosningunum í næsta mánuði mun ráðast af því hvernig
til tekst með úrlausn þeirra.

Á landsfundi flokksins í lok þessa mánaðar þarf að fara fram hreinskilið uppgjör á hremmingum síðustu mánaða, og flokkurinn þarf að axla sína ábyrgð í þeim efnum af kjarki og einurð. Þetta uppgjör snýst ekki um væntanlegar niðurstöður rannsóknarnefndar Alþingis eða sérstaks saksóknara vegna bankahrunsins. Þetta snýst um pólitíska ábyrgð og trúverðugleika.

Á grunni þessa uppgjörs þarf landsfundurinn síðan að marka heilsteypta og trúverðuga leið út úr þeim vanda sem við er að glíma. Þar verður leiðarljósið að vera hin gömlu gildi Sjálfstæðisflokksins: frelsi einstaklingsins í tryggu samfélagsumhverfi.

Loks liggur fyrir landsfundinum að kjósa flokknum nýja forystu til að fylgja þessari stefnu fram - bæði fyrir og eftir kosningar - í ríkisstjórn eða utan.

Áður en að þessum mikilvæga landsfundi kemur þurfa sjálfstæðismenn um allt land að leysa annað þýðingarmikið verkefni, sem skiptir sköpum um velgengni flokksins í komandi kosningum. Á morgun veljum við þá einstaklinga sem við teflum fram í kosningunum og þar er mikið í húfi.

Í Sjálfstæðisflokknum er uppi hávær og réttmæt krafa um verulega endurnýjun í framvarðasveit flokksins um allt land. Þessi krafa var m.a. sú ástæða sem Árni Mathiesen, leiðtogi okkar sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi, tilgreindi fyrir þeirri ákvörðun sinni að gefa ekki kost á sér að þessu sinni. Þannig brást hann við því sem honum fannst vera kall tímans. Það má færa gild rök fyrir því að í ljósi aðstæðna hafi Sjálfstæðisflokkurinn sjaldan verið
í jafn knýjandi þörf fyrir endurnýjun og einmitt nú.

En það er raunar fleira en þetta sem þrýstir á um endurnýjun á framboðslistum flokksins.
Það kemur í ljós í nýjum skoðanakönnunum, að skírskotun Sjálfstæðisflokksins til ungs fólks virðist fara snarminnkandi. Þannig kemur fram í nýjustu fylgiskönnun Capacent/Gallup, að fylgi Sjálfstæðisflokksins er hvergi minna en meðal kjósenda yngri en 30 ára. Í þeim aldurshópi er fylgi Sjálfstæðisflokksins tæplega 25% en Vinstri Grænna rúmlega 41%! Við þessari þróun verður flokkurinn að bregðast ef ekki á illa að fara. Það verður m.a. best gert með endurnýjun á framboðslistum flokksins þannig að hann höfði betur til þessa unga fólks en nú er raunin.

Þetta eru m.a. ástæðurnar fyrir því að ég gef kost á mér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á laugardaginn kemur. Ég tel að ég geti verið hluti af þeirri endurnýjun, sem þarf að fara fram, til að flokkurinn nái fyrri styrk til góðra verka í samfélaginu.
Ég tel líka að ég hafi þekkingu, reynslu og þrótt til að vinna að framgangi þeirra mála sem til heilla horfa fyrir Suðurkjördæmi - og raunar landið allt.

Þess vegna bið ég um stuðning þeirra sem taka þátt í prófkjörinu á morgun.

Íris Róbertsdóttir
Höfundur er frambjóðandi í 4. sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi

 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.