Vingott er siðferði Atla Gíslasonar

12.Mars'09 | 07:20

Ísfélag Vestmannaeyja Ísfélagið

Smáfuglarnir í Vestmannaeyjum hafa fylgst með stjórn Ísfélagsins setja öðrum gott fordæmi og láta stjórnendur sæta ábyrgð fyrir hreint ótrúlega fjármálagjörninga sem framkvæmdastjóri auk nokkurra starfsmanna höfðu gert án vitundar stjórnar. Gjörningar sem í kosta munu Ísfélagið og samfélagið í Vestmannaeyjum stórkostlegar upphæðir. Upphæðir sem eru af slíkum toga að minni sjávarútvegsfyrirtæki hefðu farið á hausinn í kjölfarið.

Smáfuglarnir urðu því vægast sagt gáttaðir þegar þeir lásu í morgun opið bréf eftir Atla Gíslason þingmann Vinstri Grænna sem birt var á vefsíðunni Eyjar.net. Í bréfinu segir Atli:

"Er Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson [stjórnarformaður] að búa til stöðu gegn skilanefndum gjaldþrota bankanna og nýju bönkunum á kostnað heiðarlegra fjölskyldna í Eyjum? Með hliðsjón af framanrituðu og fréttatilkynningu Baldvins mælist ég til þess að stjórn Ísfélagsins, þau Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, Guðbjörg Matthíasdóttir og Þórarinn Sigurðsson, biðji hann og fjölskyldu hans afsökunar."

Það er eflaust kaldhæðni örlaganna að þingmaðurinn kjósi að nota orðalagið „á kostnað heiðarlegra fjölskyldna í Eyjum" þegar staðreyndir málsins eru þær að Baldvin Johnsen, sá er Atli vill að beðinn verði afsökunar, átti beinan þátt í því að kosta Ísfélagið, grunlausa hluthafa og fjölskyldur þeirra og atvinnulífið í Vestmannaeyjum stórkostlegar upphæðir sem nema mörg hundruð milljónum.

Til að bíta svo höfuðið af skömminni telur þingmaðurinn rétt að stjórn Ísfélagsins eigi að biðja þá afsökunar sem ollu tapinu. Í því ljósi bíða smáfuglarnir þess spenntir að Atli Gíslason biðji Hannes Smárason, Hreiðar Má Sigurðsson, Bjarna Ármannsson, Lárus Welding auk fjölda annarra útrásarvíkinga afsökunar á því að þeim hafi verið vikið frá störfum þegar upp komst um ævintýralegar kúnstir þeirra í fjármálum. Ef þingmaðurinn gerir það ekki þá hlýtur hann með sömu röksemdum að vera að nota heiðarlegur fjölskyldur bankamanna til að „búa sér til stöðu".

Smáfuglunum finnst því sérstaklega ánægjulegt að vita til þess að Atli Gíslason eigi sérstakan lista yfir þá sem hann ætlar að biðja afsökunar. Þann lista tók hann saman um þá sem báru ábyrgð á stórkostlegu tapi og í framhaldinu gjaldþroti í bankakerfinu. Frá þessu sagði Atli í Silfri Egils þann 22. febrúar.

„Þessir 40-50 menn sem stóðu að þessu eiga að vera á válista hjá bönkunum. Bankarnir eiga ekki að eiga viðskipti við þá. [...] Ég vona að hinn sérstaki ríkissaksóknari fari að taka menn til yfirheyrslu og skoða þetta. [...] Þetta á auðvitað að vera lögreglumál og það á að ná þessum peningum til baka með eignaupptöku."

„Ég á nöfnin á þessum fjörtíu, fimmtíu mönnum sem við erum að tala um,"

Eftir situr að þingmaðurinn kúvendir í afstöðu sinni til þeirra sem tapa hundruðum milljóna og sýnir að vingott er siðferði Atla Gíslasonar.

Tekið af www.amx.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is