Ungir sjálfstæðismenn í Suðurkjördæmi hvetja til stuðnings við unga frambjóðendur í prófkjöri

11.Mars'09 | 08:23

Geir H Haarde sjáflstæðisflokkur XD

Félög ungra sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi fagna því að ungt fólk skuli gefa kost á sér í prófkjöri flokksins 14. mars næstkomandi. Ungir sjálfstæðismenn í kjördæminu telja það mikilvægar nú en nokkru sinni að rödd ungra fái að heyrast á Alþingi. Í því uppbyggingarstarfi sem er framundan er nauðsynlegt að nýjar kynslóðir séu leiðandi. Þeir einstaklingar sem munu í framtíðinni byggja þetta land verða að fá að stýra þjóðaskútunni útúr óveðrinu og setja stefnuna á ný og farsælli mið.

Ef Sjálfstæðisflokkurinn ætlar sér að vera leiðandi afl í uppbyggingunni framundan er nauðsynlegt fyrir hann að ákveðin kynslóðaskipti eigi sér stað. Því hvetja félög ungra sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi þá sem taka þátt í komandi prófkjöri að setja það unga og hæfa fólk sem gefur kost á sér á listann.

Krafan um breytingar er rík, en það er okkar sem tökum þátt í prófkjörinu að sjá til þess að hún eigi sér stað.

Eyverjar, Vestmannaeyjum
Fjölnir, Rángárvallasýslu
Freyja, Grindavík
FUS Hveragerði
Heimir, Reykjanesbæ
Hersir, Árnessýslu
Skaftfellingur, Höfn í Hornafirði

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is