Prófkjörsblaðið hvarf í pósti

11.Mars'09 | 07:24

Árni Johnsen, Þjóðhátíð, Brekkusöngur

„Þetta er óneitanlega dularfullt,“ segir Árni Johnsen, alþingismaður Sjálfstæðisflokks,
um óútskýrt hvarf sautján hundruð eintaka af blaði sem hann gefur út í aðdraganda
prófkjörs flokksins á laugardag.
Árni segir kynningarblað sitt hafa verið prentað í 17.500 eintökum. Hann hafi samið við Íslandspóst
um að dreifa því á öll heimili og fyrirtæki í Suðurkjördæmi. Blöðin hafi alls staðar skilað sér nema
í Vestmannaeyjum. „Hjá póstinum í Reykjavík er mér sagt að blöðin hafi farið þar í bíl. Síðan átti að senda þau með Herjólfi til Vestmannaeyja en einhvers staðar á leiðinni virðast þau hafa horfið gersamlega," útskýrir Árni.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.