Hanna Birna Jóhannsdóttir gefur kost á sér í stöðu ritara Frjálslyndaflokksins

10.Mars'09 | 08:31

HannaBirna

Eyjakonan Hanna Birna Jóhannsdóttir hefur verið virk í starfi Frjálslyndaflokksins undanfarin ár og setið á Alþingi sem varaþingmaður fyrir Grétar Mar en hún skipaði 2.sæti á lista Frjálslyndaflokksins við síðustu kosningar.

Hanna Birna hefur nú ákveðið að gefa kost á sér í stöðu ritara á komandi landsþingi Frjálslyndaflokksins og segir Hanna Birna m.a. á vefsíðu sinni af þessu tilefni:

Þjóðin hefur nú fallið í djúpan skít vegna andvaraleysis stjórnvalda, græðgi og fyrirgreiðsla auðmanna hefur hér ráðið atburðarásinni sem gerir íslenska þegna að stórskuldurum. Frjálslyndir vöruðu við skuldsetningu þjóðarinnar t.d. í sjávarútvegi sem nú er staðfest af sérfræðingum að tryllingurinn byrjaði með framsali aflaheimilda.

Stefna Frjálslynda flokksins á en fullt erindi til þjóðarinnar nú sem fyrr og nú hafa þeir yfirgefið málstaðin sem ekki töldu sig geta unað jöfnuði til handa öllum. Innbyrðisátökum er þar með lokið og við sem trúum og viljum berjast fyrir okkar góðu stefnumálum fáum nú frið til þess. Landsþing okkar  verður haldið nk.helgi og á ég von á góðu þingi í friðsömu og góðu umhverfi sem Stykkishólmur býr yfir. Þaðan er nú fyrrverandi forseti alþingis Sturla Böðvarsson og ég sjálf á ættir mínar til staðarins. Með heiðarlegu baráttufólki vinnum við sigur. Það er mín trú. Taktu þátt í breytingum til hins betra.

 

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.