Björgunarfélag Vestmannaeyja opnar vefsíðu sína

7.Mars'09 | 10:22

Björgunarfélagið Björgunarfélag

Í síðustu viku opnaði Björgunarfélag Vestmannaeyja vefsíðu sína og er henni ætlar að vera fréttasíða fyrir félaga og jafnframt eru þarna almennur fróðleikur um félagið og starfsemi þess.
Á síðunni er m.a. að finna greinar um ferð félaga í HSV upp á Þumal árið 1975 en það voru þeir Kjartan Eggertsson, Daði Garðarsson og Snorri Hafsteinsson sem náði þeim áfanga að verða fyrstu menn til að klífa tindinn.

Einn af gullmolum síðunnar er myndasafn Björgunarfélagsins en myndasafnið inniheldur myndir frá árinu 1970 og í samtali við Adólf Þórsson formann Björgunarfélagsins er unnið að því að skanna inn fleiri gamlar myndir og haldið verður áfram að bæta við myndasafnið jafnt og þétt.

Myndin sem birt er með frétt þessari er tekin árið 1983 og sést greinilega að viðkomandi einstaklingar hafa lítið sem ekkert breyst frá þeim tíma. Fyrir þá sem ekki þekkja viðkomandi þá eru þetta Magnús Þorsteinsson, Eiríkur Þorsteinsson og Guðný Óskarsdóttir.

Vefsíðu Björgunarfélagsins má skoða á slóðinni http://www.1918/

Það var SmartMedia sem hannaði og forritaði vefsíðuna fyrir Björgunarfélagið.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).