Fyrsti nýi Avensis-bíllinn fer til Eyja

6.Mars'09 | 10:42

Toyota

Nýlega var ný kynslóð Avensis kynnt hjá söluaðilum Toyota um allt land og af viðbrögðum að dæma er töluverður áhugi meðal landsmanna á nýjum bílum. Hátt í 2 .000 gestir sóttu frumsýningu bílsins hjá söluaðilum Toyota í Kópavogi, Reykjanesbæ, Selfossi, Egilsstöðum og Akureyri og áður höfðu á þriðja hundrað atvinnubílstjóra sótt forkynningu á bílnum. 
Nú hefur fyrsti bíllinn af þessari nýju kynslóð verið aftentur og fer hann til Vestmannaeyja. Það eru hjónin Ragnheiður Alfonsdóttir og Friðrik Benónýsson sem fá bílinn. Á myndinni sem fylgir með eru þau að taka við lyklunum að bílnum úr hendi Gunnars Þórs Eggertssonar hjá Toyota í Kópavogi ásamt syni sínum Benóný Friðrikssyni.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fjölskylda óskar eftir gistiaðstöðu á Þjóðhátíð

13.Júní'19

Fjögurra manna fjölskylda með djúpar Eyjarætur óskar eftir gistiaðstöðu frá fimmtudegi til mánudags á Þjóðhátíð. Um er að ræða hjón með tvö ung börn. Nánari upplýsingar hjá Þórlindi í síma 822 8968.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.