Fundur um leikskólaúrræði

6.Mars'09 | 09:30

Ráðhús

Mánudaginn 2. mars var haldin fundur til að svara fyrirspurn hóps foreldra um leikskólaúrræði í Eyjum. Alls mættu um 50 foreldrar á fundinn. Bæjarstjóri fór yfir stöðu leikskólaúrræða í Vestmannaeyjum auk þess sem leitast var við að svara fyrirspurnum foreldra.

Eftirfarandi bréf barst Vestmannaeyjabæ föstudaginn 27. febrúar sl.

Kæri viðtakandi.

Foreldrar barna fædd 2007 og 2008 vilja fá skýr svör um leikskólaúrræði þ.e. framtíðarlausnir.
Meðal annars vantar svör við spurningum eins og:

  • Við hvaða aldur er miðað?
  • Er mögulegt að foreldrar fái að ráðstafa 18 mánaða niðurgreiðslunni sjálfir?
  • Hvernig hyggst bæjarfélagið bregðast við fjölgun barna á leikskólaaldri?
Vegna þessa málefnis óskum við eftir að fá fund sem fyrst með eftirtöldum aðilum, Elliða Vignissyni, Jóni Péturssyni, Guðrúnu Helgu Bjarnadóttur, Öldu Gunnarsdóttur og Helenu Jónsdóttur.
Með von um skjót viðbrögð.

F.h. hópsins Elísa Sigurðardóttir.


Vestmannaeyjabær fagnar mjög svo frumkvæði foreldra og fannst bæjarstjóra og embættismönnum brýnt að svara foreldrum sem allra fyrst. Boðað var til fundar strax mánudaginn 2. mars. Ekki lá fyrir upplýsingar um fjölda þeirra sem lágu að baki umræddum hópi en niðurstaðan varð heimsókn um 50 foreldra auk nokkurra barna. Ánægjulegt var að sjá umtalsverða þátttöku feðra á fundinum.


Varðandi fyrstu spurninguna þá eru leikskólarýmum úthlutað eftir kennitölu, þ.e. aldri barns. Aðalúthlutun leikskólaplássa er á vorin og á haustin. Í ár fer fyrri úthlutun fram dagana 27. - 30. apríl og seinni úthlutun dagana 14. - 17. júlí. Eðli málsins vegna er alltaf biðlisti á vorin.


Á fundinum var vakin athygli á því að við úthlutun á leikskólaplássum getur þurft að taka tillit til þess aldursviðmiðs og tíma sem er laus á hverjum leikskóla. Ef pláss losnar á deild fyrir 1-3ja ára, fer barn 1-3ja ára inn á þá deild, en ekki eldra barna, 4ra - 5 ára, þótt það sé ofar á biðlista (sbr. kennitölureglunni).


Foreldrum er sent bréf þegar barnið hefur fengið inngöngu í leikskóla. Í ár fara bréf út í kjölfar símtala við foreldra á tímabilinu sem getið var til um hér að ofan, dagana 27. - 30. apríl og 14. - 17. júlí.


Varðandi fyrirspurn um hvort foreldrar fái að ráðstafa 18 mánaða niðurgreiðslum sjálf þá hefur Vestmannaeyjabær ekki farið þá leið og slíkt er ekki fyrirhugað.


Síðasta spurningin um hvernig bæjarfélagið hyggst bregðast við fjölgun barna á leikskólaaldri er spurning sem bæjarfélagið er og hefur verið að bregðast við. Mjög hröð og ánæguleg þróun hefur verið í gangi á síðustu 12 mánuðum sem felst í því að íbúum Vestmannaeyja er aftur farið að fjölga eftir um 18 ára dapurt tímabil. Enn ánægjulegra er að barnafólki er að fjölga.


Forsendur spár um íbúaþróun frá 2004 hefur breyst og stefnir í að börn á leikskólaaldri verði um 20-25 umfram það sem spáð var. Vestmannaeyjabær gerir sér vel grein fyrir þessum umskiptum og hefur verið að skoða leiðir til að bregðast við.


Dagforeldrum hefur fjölgað úr 2 í 7, niðurgreiðslur til dagforeldra voru hækkaðar og niðurgreiðslur til giftra/sambúðarfólks breyttist úr að greiða með 2ja ára börnum niður í 18 mánaða. Leikskólagjöld voru lækkuð um 18%. Foreldar í Vestmannaeyjum greiddu áður með því hæsta sem þekktist fyrir leikskólapláss miðað við sambærileg sveitarfélög, en eru nú komin undir meðaltal. Nýr leikskóli leysti gamla Sóla og Rauðagerði af hólmi 1. mars 2007.


Staðan í dag er þannig að flest 2ja ára börn og eldri komast inn í leikskóla í vor eða haust. Vonir standa til þess að hægt verði að ganga ennþá lengra en það.
Næstu skref í daggæslumálum eru að skoða þá kosti sem eru í stöðinni og bregðast við með aðgerðaráætlun. Aðgerðaráætlun er annars vegar 1.stigs (fyrir næstu 2-3 árin) og hins vegar 2. stigs áætlun fyrir næstu 3-10 árin.


Þeir kostir sem eru í skoðun þessa dagana eru þó nokkrir og er gert ráð fyrir að niðurstaða í því máli liggi fyrir í byrjun apríl 2009. Þær hugmyndir sem liggja fyrir voru kynntar foreldrum á fundinum og verður boðað til annars fundar í byrjun apríl og niðurstöður kynntar.


Vestmannaeyjabæjar hefur metnað til að standa áfram vel að þjónustu við börn og barnafjölskyldur. Er það von bæjarins að geta átt uppbyggilega og gefandi samskipti og skoðanaskipti nú sem endranær um málefni yngstu borgaranna.

 

fh. Vestmannaeyjabæjar
Guðrún Helga Bjarnadóttir leikskólafulltrúi

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.