Papar taka upp lög Gylfa Ægissonar

4.Mars'09 | 16:24
 „Ég veit þú kemur í kvöld til mín,“ segir í frægum Vestmannaeyjaóð Ása í bæ og Oddgeirs Kristjánssonar. Og kannski var það alltaf vitað að leiðir Gylfa Ægissonar og Papanna, tveggja stórstjarna úr Vestmannaeyjum, myndu á endanum liggja saman.

Á morgun verður nefnilega laginu „Jibbý Jei" eftir áðurnefnda hetju hafsins ýtt úr útvarpsvör í flutningi hina ástsælu Papa. Að sögn Páls Eyjólfssonar (Palla Papa) ætlar sveitin að snúa aftur með bravúr og verður heil plata með lögum Gylfa í farteskinu. Til liðs við sveitina eru nú gengnir þeir Gunnlaugur Helgason bassaleikari og Matthías Stefánsson, fiðluleikari með meiru.

Papar eru ekki óvanir því að véla um lög og texta annarra, Jónas Árnason og sjálfur Bubbi Morthens hafa verið dregnir á land að því leytinu til og nutu plötur þær mikilla vinsælda. Síðasta plata Papa var annars Papar á balli, en hún kom út 2006.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Bók Bjarna í Bónus

2.Desember'19

Nú er hægt að kaupa bók Bjarna Jónassonar „Að duga eða drepast” í Bónus, Vestmannaeyjum. Að duga eða drepast lýsir lífshlaupi Bjarna Jónassonar, flugmanns og útvarpsstjóra í Vestmannaeyjum.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.