Papar taka upp lög Gylfa Ægissonar

4.Mars'09 | 16:24
 „Ég veit þú kemur í kvöld til mín,“ segir í frægum Vestmannaeyjaóð Ása í bæ og Oddgeirs Kristjánssonar. Og kannski var það alltaf vitað að leiðir Gylfa Ægissonar og Papanna, tveggja stórstjarna úr Vestmannaeyjum, myndu á endanum liggja saman.

Á morgun verður nefnilega laginu „Jibbý Jei" eftir áðurnefnda hetju hafsins ýtt úr útvarpsvör í flutningi hina ástsælu Papa. Að sögn Páls Eyjólfssonar (Palla Papa) ætlar sveitin að snúa aftur með bravúr og verður heil plata með lögum Gylfa í farteskinu. Til liðs við sveitina eru nú gengnir þeir Gunnlaugur Helgason bassaleikari og Matthías Stefánsson, fiðluleikari með meiru.

Papar eru ekki óvanir því að véla um lög og texta annarra, Jónas Árnason og sjálfur Bubbi Morthens hafa verið dregnir á land að því leytinu til og nutu plötur þær mikilla vinsælda. Síðasta plata Papa var annars Papar á balli, en hún kom út 2006.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.