Framkvæmdastjóra Ísfélagsins sagt upp

4.Mars'09 | 10:30

Ísfélag Vestmannaeyja Ísfélagið

Stjórn Ísfélags Vestmannaeyja hf. ákvað á fundi sínum í dag að segja upp Ægi Páli Friðbertssyni framkvæmdastjóra félagsins og hefur hann þegar látið af störfum. Ástæða uppsagnarinnar er, að óbreyttu, tap félagsins af afleiðusamningum við íslenska banka. Telur stjórn félagsins að framkvæmdastjórinn hafi farið út fyrir heimildir sínar í störfum sínum. Stjórnin harmar að til uppsagnarinnar þurfi að koma en telur ekki undan því vikist í ljósi alvarleika málsins.

 

Vestmannnaeyjum 3. mars 2009
Stjórn Ísfélags Vestmannaeyja hf.

Eyjar.net hefur fengið það staðfest að Baldvini Johnsen, fjárreiðustjóra Ísfélags Vestmannaeyja var einnig sagt upp í gær.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.