Erum ekki fjármálafyrirtæki

4.Mars'09 | 11:55

Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær

Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, formaður stjórnar Ísfélags Vestmannaeyja,  segir að rekja megi uppsagnir tveggja yfirmanna fyrirtækisins til þess að stjórnin telji þá hafa farið út fyrir valdsvið sitt með gerð afleiðusamningum við íslenska banka. Ekki sé grunur um glæpsamlegt athæfi eða að mennirnir hafi reynt að hagnast persónulega.
„Við teljum að umræddir starfmenn hafi gert mistök í starfi og að ekki sé forsvaranlegt annað en að þeir sæti ábyrgð vegna þeirra. Við erum sjávarútvegsfyrirtæki en ekki fjármálafyrirtæki og því telur stjórnin umfang umræddra samningana hafa verið langt umfram það sem eðlilegt geturtalist," sagði hann er blaðamaður mbl.is ræddi við hann í dag. „Það getur vel verið eðlilegt að útflutningsfyrirtæki reyni að tryggja sig gegn gengissveiflum með slíkum samningum en þessir samningar eru langt utan eðlilegra marka . Okkar starf er að veiða, vinna og selja fisk og það er því annarra að reyna að hagnast á fjármálabraski."

Gunnlaugur segir ekki liggja fyrir hversu mikið tap fyrirtækisins verði vegna þessa. Þó sé ljóst að það muni nema hundruð milljónum króna. Þá segir hann stjórn fyrirtækisins ekki hafa fengið upplýsingar um umrædda samninga eða það hversu stórir þeir væru fyrr en mjög nýlega. Hún hafi því ekki gert sér grein fyrir umfangi þeirra.

Gunnlaugur segir nú standa til að auglýsa störf mannanna og að hann muni ásamt góðum samstarfsmönnum innan fyrirtækisins hafa yfirumsjón með daglegum rekstri þess á meðan það ferli eigi sér stað.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.