Gulldepluveiðar, hollusta,Boggi bikarmeistari og við á heimleið

3.Mars'09 | 08:22

Álsey

Tobbi Villa spyr um ástæðu á þessu bloggleti í áliti í síðustu færslu og hvort um fýlu væri að ræða vegna EKKI Loðnuveiða. Ég get svo sem játað því að það er hluti af skýringunni, en þó ekki eingöngu. Auðvita erum við svekktir yfir ástandinu, en erum þó ekki á barmi taugaáfalls.  Meiri netnotkun þýðir hægara net og þá þarf meiri tíma og þolinmæði við þessa iðju, Þetta er einn hluti af bloggleysi. Fyrir utan það er ekki hægt að haldan langan pistill um Gulldepluveiðar, eitt hal á sólahring og veiði að meðaltali 100 tonn plús eða mínus. Svo það er ekki fá miklu að segja þar. Það væri auðvita hægt að bulla stanslaust um þessa snillinga sem hér eru um borð og það sem gengur á í borðsalnum. En einhvern veginn þá á það ekki alltaf allt heima á þessari síðu;-)

Af okkur eru þær fréttir að við erum á heimleið í skítabrælu eftir tvo daga á veiðum með um 170 tonn af Gulldeplu sem við fengum um 170 mílur suður af Eyjum. Bræla og tölva fyrir autotroll þarf skoðunar, því erum við á landleið og erum við í samfloti með Sighvati Bjarna og er Júpíter á undan okkur. Við áætlum að vera komnir til Eyja um þrjúleitið í dag. Eins var spurt um átakið okkar sem ég kýs að kalla hugafarsbreytingu, þar eru menn að taka vel á því og af því að Tobbi spyr um Sigga Búbbú þá er peyinn að standa sig mjög vel, ásamt öðrum áhafnarmeðlimum. Eru flestir mjög einbeitir á verkefnið og stunda hreyfingu þegar í land er komið og sumir reyna hreyfa sig hér um borð eftir bestu getu að ógleymdu þá hafa menn tekið á í matarræði. Góðir hlutir gerast hægt í þessu sem öðru. Við horfum fram á veginn og erum bjartsýnir á ágætis ár þrátt fyrir þetta áfall sem loðnuveiðibann er. Erum við ekki vissir á verkefnisstöðu okkar fram að Norsk Íslensku síld. Í dag höfum við Gulldeplu til að fara í, sem er vel en hvað lengi vitum við ekki.  Vonandi þá eigum við eftir að veiða einhvern kolmuna áður en Norsk Íslenska hefst með hækkandi sól.

Svo að lokum til að gleðja þessa Man Utd punga hér um borð þá er rétt að óska þeim til hamingju með þá tvo titla sem þeir unnu um helgina. Þar sem þeir unnu "litla" bikarin eins og hann var kallaður hér áður. (aðallega þegar önnur lið unnu hann).  Og án þess að spila í ensku úrvalsdeildinni, þá má segja að sá titill hafi komið í höfn þegar snillingarnir mínir í Liverpool lutu í gras fyrir Middlesboro. Þetta þýðir að aðeins náttúruhamfarir geta komið í veg fyrir að meistaratitilinn endi ekki á Old Trafford í maí 2009. Því er Boggi "bikar" og Englandsmeistari ásamt Otta flott og  Bjarka Kr. með þeim fagnar þegar í land er komið Siggi sjoppustjóri sem í fríi. Þá læt ég þetta duga í bili og kveð héðan frá Álsey á landleið í skítabrælu, Kristó...

http://www.123.is/alseyve2

 

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Bók Bjarna í Bónus

2.Desember'19

Nú er hægt að kaupa bók Bjarna Jónassonar „Að duga eða drepast” í Bónus, Vestmannaeyjum. Að duga eða drepast lýsir lífshlaupi Bjarna Jónassonar, flugmanns og útvarpsstjóra í Vestmannaeyjum.