Grímur Gíslason sækist eftir 3.sætinu

3.Mars'09 | 17:48

Grímur Gísla

Grímur Gíslason, framkvæmdastjóri, hefur ákveðið að gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi og sækist eftir stuðningi í 3. sætið.

Kallað hefur verið eftir uppstokkun og endurnýjun í forystusveit á framboðslistum. Það er kallað eftir fólki sem er tilbúið að takast á við þau krefjandi verkefni sem bíða. Fólki sem hefur reynslu og þor til að taka erfiðar ákvarðanir. Fólki sem vill að gera upp við fortíðina og horfast í augu við þau mistök sem gerð hafa verið, viðurkenna þau og læra af þeim. Fólki sem er tilbúið að takast á við þau brýnu úrlausnarefni sem bíða og taka slaginn í þeirri varnarbaráttu sem framundan er. Fólki sem er tilbúið að sækja fram á veg og nýta þau fjölmörgu tækifæri sem eru til sóknar. Fólki sem vill endurbyggja réttlátt og traust samfélag á grunni lýðræðis og ábyrgs frelsins til orðs og athafna.

Grímur er 48 ára Vestmannaeyingur en hefur verið búsettur á Selfossi undanfarin ár. Hann er baráttumaður sem hefur víðtæka reynslu á mörgum sviðum sem nýtast mun vel til að takast á við þau krefjandi verkefni sem bíða. Hann hefur starfað sem sjómaður, kennari, blaðamaður, verkefnastjóri í skipasmíðum og síðustu árin hefur hann verið framkvæmdastjóri Atlas hf. Þá hefur hann m.a. starfað að sveitarstjórnarmálum og gegnt ýmsum trúnaðarstörfum á þeim vetvangi.

Grímur leggur áherslu á að brýnasta verkefnið sé að tryggja hag heimila og fjölskyldna í landinu sem og rekstrargrundvöll fyrirtækja. Taka þurfi á skuldastöðu heimilanna og koma með raunhæfar lausnir í þeim efnum. Vextir verði að lækka mjög hratt og bankastarfsemi að komast í eðlilegt horf enda sé það grundvöllur þess að hjól atvinnulífsins geti snúist og gjaldeyrishöftum verði að létta eins fljótt og mögulegt er.
Hann leggur áherslu á að hagur atvinnulífs og heimila fari saman því blómlegt atvinnulíf sé forsenda hagsældar heimilanna.
Þá leggur hann áherslu á að verja grunnstoðir þjóðfélagsins svo sem, heilbrigðisþjónustu, samgöngur og löggæslu.

Hann leggur áherslu á að standa vörð um grunn atvinnuvegina og skynsamlega nýtingu náttúruauðlinda landsins enda sé nýting þeirra, og hvers konar framleiðsla til útflutnings og gjaldeyrissköpunar, forsenda þeirrar uppbyggingar sem hér þarf að verða á næstu árum.

Grímur leggur áherslu á að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að rækta betur grunngildi sín og sambandið við grasrótina í þjóðfélaginu. Fólk úr öllum stéttum og öllum þjóðfélagsstigum hafi í 80 ár fundið skoðunum sínum og hugsjónum samleið með stefnu Sjálfstæðisflokksins, sem alltaf hafi byggt á frelsi einstaklingsins til orðs og æðis. Þess vegna hafi Sjálfstæðisflokkurinn alltaf verið og sé enn sú mikla fjöldahreyfing sem raun ber vitni. Sú stefna sem flokkurinn byggi á hafi leitt þjóðina til góðs gegnum árin en rétt sé að minna á að öllu frelsi fylgi ábyrgð og að það geti aldrei orði ótakmarkað. Allt frelsi þurfi að vera innan eðlilegs ramma laga og regla í þjóðfélaginu. Þann ramma þurfi að endurskoða til þess að tryggja að aldrei framar verði það mögulegt að óábyrg meðferð frelsisins geti orðið til að setja skuldaklafa á íslenska þjóð.

Fréttatilkynning frá stuðningsmönnum Gríms Gíslasonar

 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fjölskylda óskar eftir gistiaðstöðu á Þjóðhátíð

13.Júní'19

Fjögurra manna fjölskylda með djúpar Eyjarætur óskar eftir gistiaðstöðu frá fimmtudegi til mánudags á Þjóðhátíð. Um er að ræða hjón með tvö ung börn. Nánari upplýsingar hjá Þórlindi í síma 822 8968.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.