Ich bin ein Eyjamaður

2.Mars'09 | 08:09
Ég lenti á nokkuð skemmtilegu spjalli við gamlan bekkjafélaga núna um helgina.  Eins og ætið var farið í ferðalag eftir braut minninganna í spjallinu.  Það rifjaðist upp fyrir okkur í þessu spjalli að þegar við vorum 16 ára stefndum við báðir að því að eiga heima í Eyjum alla ævi.  Hann fór svo í framhaldsskóla í Reykjavík en ég í framhaldsskóla hér í Vestmannaeyjum.  Leiðir okkar lágu svo aftur saman í háskóla og enn stefndum við báðir að búsetu í Eyjum.  Núna bý ég hér í Eyjum en hann stefnir að því, þótt sennilega verði það ekki næsta áratuginn.  Spjall okkar leiddi svo út í hina klassísku umræðu um hvað það sé að vera Eyjamaður.  Eru það bæði Eyjamenn sem flytja til Vestmannaeyja og þeir sem flytja frá Vestmannaeyjum?

Mín skoðun er sú að það að segja "Ég er Eyjamaður" sé svipað og þegar John F. Kennedy sagði "Ich bin ein Berliner" í Berlín árið 1963. Auðvitað var Kennedy ekki Berlínarbúi, var ekki fæddur þar og hefur áreiðanlega aldri greitt þangað útsvar, verslað þar í matinn, greitt þar fasteignagjöld eða nokkuð annað. Með því að segja þetta í ræðu sinni var hann að vísa til þess að hann skildi ástandið í Berlín og vildi leggja sín lóð á vogaskálarnar til að bæta það og hvetja þá sem þar voru búsettir til dáða. Hefði Kennedy verið staddur í Vestmannaeyjum hefði hann sagt "Ich bin ein Eyjamaður"

Sem borinn og barnfæddur Eyjamaður þykir mér afskaplega vænt um hversu margir vilja kalla sig Eyjamenn. Í gegnum starf mitt þekki ég líka þá gríðarlegu auðlind sem við búsettir Eyjamenn eigum í brottfluttum Eyjamönnum. Þetta eru öflugir erindrekar og sendiherrar. Fólk sem ætíð ver málstað okkar og heldur merkjum okkar á lofti. Ég tek því þess vegna fagnandi að fólk segi "Ég er Eyjamaður".

Við búsettu Eyjamennirnir eigum að gera vel við þessa erindreka.  Við eigum að fagna því hversu dugleg þau eru við að rækta samband við okkur.  Heimsækja okkur á hátíðisdögum eins og þjóðhátíð, þrettánda og goslokahátíð.  Halda hér ættamót, stórafmæli og fleira.  Rækta sambandið við sín úteyjafélög, fjárfesta hér í orlofsíbúðum og eru okkur til halds traust í blíðu og stríðu.

Að kalla sig Eyjamann merkir fyrir mér að viðkomandi vilji Vestmannaeyjum allt hið besta og sé tilbúinn til að vinna að áframhaldandi uppbyggingu samfélagsins.  Ég er stoltur af Vestmannaeyjum og veit að við Eyjamenn -sama hvar við erum fædd og hvar við eigum næturstað- ætlum að standa saman vörð um hagsmuni Vestmannaeyja á erfiðum tímum og nota þau tækifæri sem við eigum núna til vaxtar.

http://ellidiv.blog.is

 

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.