Fjölmennur fundur foreldra í Ráðhúsinu í morgun

2.Mars'09 | 13:30

Ráðhús

Í Vestmannaeyjum er í dag biðlisti eftirleikskólaplássum og hefur sú staða verið upp í nokkra mánuði og funduðu foreldrar með fulltrúum Vestmannaeyjabæjar í morgun um stöðu mála.

Það voru um 50 foreldrar sem mættu á fundin og sum hver þurftu að taka börnin sín með á fundinn. Á fundinum fór Elliði yfir stöðu mála með foreldrunum en vandinn er m.a. annars til komin vegna þess að fleiri barnafjölskyldur hafa flutt til eyja að undanförnu.

Þann 8.mars á síðasta ári var nýr Sóli opnaður en við opnun hans minnkaði leikskóladeildum í Vestmannaeyjum um eina en Sóli og Rauðagerði voru sameinaðir í einn leikskóla. Í sumar má gera ráð fyrir því að börn sem fædd eru apríl-júní 2007 fái inni á leikskólum bæjarins og hafa þá sum hver verið á biðlista í nokkra mánuði.

Eyjar.net hafði samband við nokkra foreldra sem sátu fundinn og höfðu þau flest orð á því að forgangsröðun Vestmannaeyjabæjar væri röng. Verið sé að reisa knattspyrnuhús fyrir um 300 milljónir, 65 eru áætlaðar í vatnagarð við sundlaugina og í síðustu viku var í umræðunni að setja peninga í rekstur Sparisjóðs Vestmannaeyja en á meðan væru biðlistar eftir leikskólaplássum í bænum.

Eitt foreldrið sem á barn á biðlistanum bendi ritstjóra eyjar.net á eftirfarandi setningu á heimsíðu Vestmannaeyjabæjar: "Vestmannaeyjar er paradís barnafjölskyldna, uppeldisskilyrði og þjónusta er með því besta á landinu". Viðkomandi foreldri fannst lítil mark takandi á þessari setningu.

75 börn á biðlista
Samkvæmt upplýsingum frá Vestmannaeyjabæ eru 75 börn á biðlista eftir leikskólaplássi og er yngsta barnið á listanum 7 mánaða. Biðlistinn skiptist niður í börn fædd á eftirfarandi árum:
2 börn - 2004
4 börn - 2005
6 börn - 2006
41 barn - 2007
21 barn - 2008

Á gæsluvelli Vestmannaeyjabæjar og dagforeldrum eru samtals 50 börn í 35 plássum.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).