Engar fæðingar í Eyjum í sumar

27.Febrúar'09 | 07:31

Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær

SKURÐDEILD Heilbrigðisstofnunarinnar í Vestmannaeyjum verður lokuð í sex vikur í sumar, í júní og tvær vikur af júlí, vegna niðurskurðar. Þar af leiðandi verður engin starfsemi á fæðingardeildinni á meðan, að sögn Gunnars K. Gunnarssonar, framkvæmdastjóra stofnunarinnar.

„Það segir sig sjálft að fæðingar flytjast til Reykjavíkur á þessum tíma. Það eru alla jafna ekki fæðingar þegar ekki er hægt að grípa inn í ef þörf er á. Að sjálfsögðu er þetta bagalegt ef gera þarf bráðakeisaraskurð. Það er mikið til vegna fæðingarhjálpar sem við höfum reynt að vera með vakt á skurðstofunni 24 tíma sjö daga vikunnar," segir Gunnar.

Ein sjúkraflugvél er í Vestmannaeyjum, að því er Gunnar greinir frá. „Flugið tekur ekki nema 20 mínútur til Reykjavíkur og viðbragðstími þeirra sem eru á vakt er alla jafna ekki nema 20 mínútur. Vegalengdir eru ekki miklar hér. Við erum þess vegna að tala um innan við klukkustund ef eitthvað kemur upp á."

Gunnar segir að ákveðið hafi verið að hafa lokað í júní og framan af júlí þar sem búast megi við að þá viðri vel til flugs. „Við veljum sumartímann því að á sumrin er að öllu jöfnu flugfært til Vestmannaeyja, allavega oftar en á veturna."

Heilbrigðisstofnuninni í Vestmannaeyjum er gert að skera niður um 10 prósent, að sögn Gunnars. „Lokunin í sumar er hluti af sparnaðinum. Það er ýmislegt annað á döfinni sem ekki er hægt að greina frá á þessari stundu. Það verða aðhaldsaðgerðir á öllum sviðum, tilfærslur og eitt og annað sem verið er að reyna en mest skammtímalausnir."

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.