Sjö skip á gulldepluveiðum suður af Eyjum

26.Febrúar'09 | 14:37

Huginn

Sjö skip eru nú á gulldepluveiðum djúpt suður af Vestmannaeyjum. Öll fengu þau einhvern afla í gær en bræla og leiðindaveður er á svæðinu og því ekki hægt að kasta í morgun. Guðmundur Guðmundsson, skipstjóri á Hugin VE, sagði í samtali við Útveginn að menn vonuðust til að úr rættist með veður þannig að hægt væri að hefja veiðarnar á ný.
"Við erum núna um 130 mílur í beinni línu suður af Vestmannaeyjum. Fengum um 200 rúmmetra í gær og ég held að hin skipin hafi verið að fá eitthvað svipað," sagði Guðmundur sem var orðinn þreyttur á ótíðinni undanfarna 10 daga. Hann taldi að umreiknað í tonn væri magnið um borð vart undir 160 tonnum.

Að sögn Guðmundur eru menn alltaf að ná betri tökum á geymslu aflans um borð. Við upphaf veiðanna voru nokkrur erfiðleikar með það sökum smæðar fisksins. Hann taldi að með þeirri aðferð sem nú væri notuð mætti reikna með fimm sólarhringa geymsluþoli.

Auk Hugins VE eru þarna á svipuðum slóðum Kap VE, Birtingur NK, Jóna Eðvalds SF, Guðmundur VE, Hoffell SU og Ásgrímur Halldórsson SF.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.